Moggalygi í Magmamáli Guðbrandur Einarsson skrifar 5. ágúst 2011 07:00 Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. Vegna þess að nú hamast menn við að endurskrifa söguna eftir sínu höfði, vil ég leyfa mér að rifja upp nokkur atriði sem leiddu til þess að stór hluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Orka) gekk okkur úr greipum á sínum tíma. 1. Það voru forráðamenn sveitarfélaganna sjálfra sem seldu hluti þeirra í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy árið 2007. Þáverandi fjármálaráðherra, sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiessen, lagði einnig sitt af mörkum og sá til þess að ríkið seldi sinn hlut. Þá barðist ég ásamt mörgu góðu fólki gegn þessu en við höfðum því miður ekki erindi sem erfiði. Margir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum tóku á þessum tíma peningalega skammtímahagsmuni fram yfir samfélagslega langtímahagsmuni. 2. Það voru sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ásamt GGE sem skiptu Hitaveitunni upp í HS Veitur og HS Orku árið 2009 og sáu til þess að eignarhlutur Reykjanesbæjar í HS Orku var færður yfir til GGE. Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ lögðust mjög hart gegn þessu en sjálfstæðismenn komu þessu í gegn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn. 3. Það voru síðan forráðamenn GGE sem hófu strax á árinu 2009 að selja Magma hluti í HS Orku. 4. Þegar fyrir lá á árinu 2010 að GGE væri komið í þrot og Magma myndi kaupa HS Orku þá var það meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem heimilaði að Magma yfirtæki það skuldabréf sem gefið hafði verið út á GGE á sínum tíma. Sá gjörningur gerði það að verkum að Magma gat keypt hlut GGE í HS Orku. Þegar hér var komið sögu var því miður ekkert sem gat stöðvað þessa sölu, nema að til hefðu komið stórfelldar skaðabætur. Stórkapítalistinn Ásmundur Friðriksson ætti að skilja það að það var ekki hægt að grípa inn í lögleg viðskipti fyrirtækja sín á milli. Ég minnist þess ekki að bæjarstjórinn Ásmundur Friðriksson hafi á einhverju stigi lagst á sveif með okkur sem reyndum að koma í veg fyrir að Hitaveitan yrði seld og lenti í höndum einkaaðila og síðar útlendinga. Ég minnist þess heldur ekki að hann hafi á einhverjum tímapunkti gagnrýnt forráðamenn sveitarfélaganna fyrir þetta. Ég skil það vel að það þjóni hagsmunum sjálfstæðismanna að kenna bara vesalings fjármálaráðherranum um þetta allt saman. Annað eins fær hann yfir sig þessa dagana. Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp á sig skömmina í öllu þessu máli. Ég hafði hins vegar ekki gert mér grein fyrir að menn væru svo vitlausir að halda að við Suðurnesjamenn værum búnir að gleyma því hverjir slátruðu Hitaveitunni okkar. Ásmundur þarf að halda nokkrar skötuveislur til viðbótar áður en það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. Vegna þess að nú hamast menn við að endurskrifa söguna eftir sínu höfði, vil ég leyfa mér að rifja upp nokkur atriði sem leiddu til þess að stór hluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Orka) gekk okkur úr greipum á sínum tíma. 1. Það voru forráðamenn sveitarfélaganna sjálfra sem seldu hluti þeirra í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy árið 2007. Þáverandi fjármálaráðherra, sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiessen, lagði einnig sitt af mörkum og sá til þess að ríkið seldi sinn hlut. Þá barðist ég ásamt mörgu góðu fólki gegn þessu en við höfðum því miður ekki erindi sem erfiði. Margir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum tóku á þessum tíma peningalega skammtímahagsmuni fram yfir samfélagslega langtímahagsmuni. 2. Það voru sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ásamt GGE sem skiptu Hitaveitunni upp í HS Veitur og HS Orku árið 2009 og sáu til þess að eignarhlutur Reykjanesbæjar í HS Orku var færður yfir til GGE. Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ lögðust mjög hart gegn þessu en sjálfstæðismenn komu þessu í gegn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn. 3. Það voru síðan forráðamenn GGE sem hófu strax á árinu 2009 að selja Magma hluti í HS Orku. 4. Þegar fyrir lá á árinu 2010 að GGE væri komið í þrot og Magma myndi kaupa HS Orku þá var það meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem heimilaði að Magma yfirtæki það skuldabréf sem gefið hafði verið út á GGE á sínum tíma. Sá gjörningur gerði það að verkum að Magma gat keypt hlut GGE í HS Orku. Þegar hér var komið sögu var því miður ekkert sem gat stöðvað þessa sölu, nema að til hefðu komið stórfelldar skaðabætur. Stórkapítalistinn Ásmundur Friðriksson ætti að skilja það að það var ekki hægt að grípa inn í lögleg viðskipti fyrirtækja sín á milli. Ég minnist þess ekki að bæjarstjórinn Ásmundur Friðriksson hafi á einhverju stigi lagst á sveif með okkur sem reyndum að koma í veg fyrir að Hitaveitan yrði seld og lenti í höndum einkaaðila og síðar útlendinga. Ég minnist þess heldur ekki að hann hafi á einhverjum tímapunkti gagnrýnt forráðamenn sveitarfélaganna fyrir þetta. Ég skil það vel að það þjóni hagsmunum sjálfstæðismanna að kenna bara vesalings fjármálaráðherranum um þetta allt saman. Annað eins fær hann yfir sig þessa dagana. Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp á sig skömmina í öllu þessu máli. Ég hafði hins vegar ekki gert mér grein fyrir að menn væru svo vitlausir að halda að við Suðurnesjamenn værum búnir að gleyma því hverjir slátruðu Hitaveitunni okkar. Ásmundur þarf að halda nokkrar skötuveislur til viðbótar áður en það gerist.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun