Amma Davíðs 5. maí 2011 09:00 Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna," var sú örlagaríka setning sem þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lét falla í frægum sjónvarpsþætti, rétt eftir hrunið. Hann vitnaði í ömmu sína, en það gera stjórnmálamenn gjarnan, ef þeir vilja láta taka mark á sér. Bretar trúðu ömmu Davíðs og settu Ísland og seðlabanka þess á bekk með hryðjuverkalöndum. Þar með voru eyðilagðir tugir milljarða verðmæta eða meir, því með þessari ákvörðun urðu miklar eignir verðlausar. Þessi aðgerð jafngilti í senn viðskiptabanni og útskúfun úr siðaðra manna samfélagi. Enginn þorði lengi vel að rétta okkur hjálparhönd nema Færeyingar og allir ruku til og reyndu að losa sig úr tengslum við Ísland. Sjaldan hefur landið sokkið dýpra í áliti útlendinga. Þetta voru dýr orð. Vopnabróðir hins pólitíska seðlabankastjóra fyrrverandi er hinn pólitíski forseti landsins, en sameiginlega eru þeir nú í árangursríkri, pólitískri herför gegn Evrópusambandinu. Forsetanum fannst ekki nóg að gert og vildi sýna vini sínum að hann gæti bætt um betur. Tvívegis fékk hann þjóðina til að fella samninga um að greiða „skuldir óreiðumanna", því hann vissi að þjóðin trúði ömmu Davíðs miklu betur en Steingrími Joð. Nú virðast hins vegar hafa vaknað efasemdir hjá forsetanum pólitíska um að amma Davíðs sé ef til vill ekki óskeikul og vill hann nú borga upp í „skuldir óreiðumanna" með Landsbankapeningum, svo langt sem þeir duga. Við ætlum sem sagt að borga það af „skuldum óreiðumanna" sem okkur sýnist. Þetta er afar frjó og skilvís ný regla í alþjóðaviðskiptum, enda segir sá Pólitíski að við, aðeins tveimur og hálfu ári eftir hrun, séum á ný komin í forystu meðal ríkja heims við að endurskapa viðskiptasiðferði í heiminum. Aftur orðin fyrirmynd. Þannig kunnum bæði við og hann best við okkur. Vissulega greiðum við ekki skuldir óreiðumanna, en við njótum gjarnan afurða þeirra okkur til hagsbóta. Lánin sem mynda skuldirnar voru að hluta notuð hér innanlands til margvíslegra framkvæmda og uppbyggingar. Um 40% af áætluðum byggingarkostnaði Tónlistarhússins Hörpu voru t.d. byggð fyrir erlent lánsfé Landsbankans, sem lánveitendur hafa nú glatað. Skyldu það kannski hafa verið Icesave-peningar, sem við viljum að sjálfsögðu ekki greiða? Þúsundir íbúða, margvíslegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga, bifreiðar, flugvélar og margt fleira var byggt, framkvæmt eða keypt fyrir erlent lánsfé, sem við borgum ekki eða bara að hluta, enda greiðum við ekki „skuldir óreiðumanna". Þeir peningar sem eru á bak við „skuldir óreiðumanna" urðu að eignum, sem ýmist eru í notkun eða verða síðar nýttar af þjóðinni. Við fáum þannig arf eftir óreiðumennina. Að kalla þetta tvískinnung, hvað þá hræsni, er í hæsta máta ósanngjarnt. Ekkert er fjær sanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna," var sú örlagaríka setning sem þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lét falla í frægum sjónvarpsþætti, rétt eftir hrunið. Hann vitnaði í ömmu sína, en það gera stjórnmálamenn gjarnan, ef þeir vilja láta taka mark á sér. Bretar trúðu ömmu Davíðs og settu Ísland og seðlabanka þess á bekk með hryðjuverkalöndum. Þar með voru eyðilagðir tugir milljarða verðmæta eða meir, því með þessari ákvörðun urðu miklar eignir verðlausar. Þessi aðgerð jafngilti í senn viðskiptabanni og útskúfun úr siðaðra manna samfélagi. Enginn þorði lengi vel að rétta okkur hjálparhönd nema Færeyingar og allir ruku til og reyndu að losa sig úr tengslum við Ísland. Sjaldan hefur landið sokkið dýpra í áliti útlendinga. Þetta voru dýr orð. Vopnabróðir hins pólitíska seðlabankastjóra fyrrverandi er hinn pólitíski forseti landsins, en sameiginlega eru þeir nú í árangursríkri, pólitískri herför gegn Evrópusambandinu. Forsetanum fannst ekki nóg að gert og vildi sýna vini sínum að hann gæti bætt um betur. Tvívegis fékk hann þjóðina til að fella samninga um að greiða „skuldir óreiðumanna", því hann vissi að þjóðin trúði ömmu Davíðs miklu betur en Steingrími Joð. Nú virðast hins vegar hafa vaknað efasemdir hjá forsetanum pólitíska um að amma Davíðs sé ef til vill ekki óskeikul og vill hann nú borga upp í „skuldir óreiðumanna" með Landsbankapeningum, svo langt sem þeir duga. Við ætlum sem sagt að borga það af „skuldum óreiðumanna" sem okkur sýnist. Þetta er afar frjó og skilvís ný regla í alþjóðaviðskiptum, enda segir sá Pólitíski að við, aðeins tveimur og hálfu ári eftir hrun, séum á ný komin í forystu meðal ríkja heims við að endurskapa viðskiptasiðferði í heiminum. Aftur orðin fyrirmynd. Þannig kunnum bæði við og hann best við okkur. Vissulega greiðum við ekki skuldir óreiðumanna, en við njótum gjarnan afurða þeirra okkur til hagsbóta. Lánin sem mynda skuldirnar voru að hluta notuð hér innanlands til margvíslegra framkvæmda og uppbyggingar. Um 40% af áætluðum byggingarkostnaði Tónlistarhússins Hörpu voru t.d. byggð fyrir erlent lánsfé Landsbankans, sem lánveitendur hafa nú glatað. Skyldu það kannski hafa verið Icesave-peningar, sem við viljum að sjálfsögðu ekki greiða? Þúsundir íbúða, margvíslegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga, bifreiðar, flugvélar og margt fleira var byggt, framkvæmt eða keypt fyrir erlent lánsfé, sem við borgum ekki eða bara að hluta, enda greiðum við ekki „skuldir óreiðumanna". Þeir peningar sem eru á bak við „skuldir óreiðumanna" urðu að eignum, sem ýmist eru í notkun eða verða síðar nýttar af þjóðinni. Við fáum þannig arf eftir óreiðumennina. Að kalla þetta tvískinnung, hvað þá hræsni, er í hæsta máta ósanngjarnt. Ekkert er fjær sanni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar