Um skammarlega óhagstætt starfsumhverfi listamanna Sigríður Ásta Árnadóttir skrifar 20. apríl 2011 09:00 Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun