Kostnaðurinn ekki þekkt stærð 1. apríl 2011 03:00 Jón Helgi Egilsson Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“ Fréttir Icesave Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“
Fréttir Icesave Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira