Plúton hefur fundist í jarðvegi utan ofna 29. mars 2011 01:00 mótmæli í Þýskalandi Fyrir utan kanslarahöllina í Berlín hafa hópar mætt til að mótmæla kjarnorku.nordicphotos/AFP Kjarnorkuver í smíðum Í Finnlandi er verið að reisa eitt öruggasta kjarnorkuver heims í bænum Olkiluoto við strönd Eystrasalts.nordicphotos/AFP Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra. Magnið er reyndar sagt lítið og enn er vonast til að brátt muni takast að kæla niður ofnkjarnana svo þeir verði viðráðanlegir. Hættuleg geislun hefur enn ekki dreifst að ráði út fyrir nánasta nágrenni ofnanna. Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan hefur hins vegar blásið nýju lífi í alla andstöðu við nýtingu kjarnorku víða um heim. Á Vesturlöndum og víðar hafa kjarnorkuandstæðingar haldið í mótmælagöngur og krafist þess að stjórnvöld leggi niður öll kjarnorkuver og hætti við áform um frekari uppbyggingu kjarnorkunýtingar. Stjórnvöld víða um heim hafa einnig brugðist við með ýmsum hætti, jafnvel frestað áformum um frekari uppbyggingu eða hraðað áformum um að leggja niður kjarnorkuver. Andstaðan hefur verið einna hörðust í Þýskalandi og nú um helgina kostaði það Kristilega demókrata, stjórnarflokk Angelu Merkel kanslara, þingmeirihluta í sambandslandinu Baden-Württemberg, þar sem flokkurinn hefur verið samfleytt við völd í nærri sextíu ár. Sitt sýnist þó hverjum og margir hafa bent á að kjarnorkan er, þrátt fyrir þau skelfilegu áhrif sem kjarnorkuslys getur haft, samt sá orkugjafi sem einna umhverfisvænstur hlýtur að teljast. Margir fara einnig ekki ofan af því að kjarnorkuvinnsla geti sömuleiðis verið nánast hættulaus ef rétt er að staðið. Þannig halda Finnar ótrauðir áfram að reisa nýtt kjarnorkuver í Olkiluoto við strönd Eystrasalts. Reyndar eru það Frakkar sem tóku að sér að reisa kjarnorkuverið, sem sagt er verða það fullkomnasta og öruggasta sem risið hefur. Veggirnir eru sagðir nógu þykkir til að þola flughrap, tækjabúnaðurinn á að þola finnska vetrarkuldann og eru öryggisráðstafanir byggðar á áratuga reynslu og tækniþróun. „Við erum með svo mikið af varakerfum að slys á borð við það sem varð í Japan gæti ekki gerst," segir Juoni Silvennoinen, yfirmaður byggingarframkvæmdanna. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Kjarnorkuver í smíðum Í Finnlandi er verið að reisa eitt öruggasta kjarnorkuver heims í bænum Olkiluoto við strönd Eystrasalts.nordicphotos/AFP Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra. Magnið er reyndar sagt lítið og enn er vonast til að brátt muni takast að kæla niður ofnkjarnana svo þeir verði viðráðanlegir. Hættuleg geislun hefur enn ekki dreifst að ráði út fyrir nánasta nágrenni ofnanna. Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan hefur hins vegar blásið nýju lífi í alla andstöðu við nýtingu kjarnorku víða um heim. Á Vesturlöndum og víðar hafa kjarnorkuandstæðingar haldið í mótmælagöngur og krafist þess að stjórnvöld leggi niður öll kjarnorkuver og hætti við áform um frekari uppbyggingu kjarnorkunýtingar. Stjórnvöld víða um heim hafa einnig brugðist við með ýmsum hætti, jafnvel frestað áformum um frekari uppbyggingu eða hraðað áformum um að leggja niður kjarnorkuver. Andstaðan hefur verið einna hörðust í Þýskalandi og nú um helgina kostaði það Kristilega demókrata, stjórnarflokk Angelu Merkel kanslara, þingmeirihluta í sambandslandinu Baden-Württemberg, þar sem flokkurinn hefur verið samfleytt við völd í nærri sextíu ár. Sitt sýnist þó hverjum og margir hafa bent á að kjarnorkan er, þrátt fyrir þau skelfilegu áhrif sem kjarnorkuslys getur haft, samt sá orkugjafi sem einna umhverfisvænstur hlýtur að teljast. Margir fara einnig ekki ofan af því að kjarnorkuvinnsla geti sömuleiðis verið nánast hættulaus ef rétt er að staðið. Þannig halda Finnar ótrauðir áfram að reisa nýtt kjarnorkuver í Olkiluoto við strönd Eystrasalts. Reyndar eru það Frakkar sem tóku að sér að reisa kjarnorkuverið, sem sagt er verða það fullkomnasta og öruggasta sem risið hefur. Veggirnir eru sagðir nógu þykkir til að þola flughrap, tækjabúnaðurinn á að þola finnska vetrarkuldann og eru öryggisráðstafanir byggðar á áratuga reynslu og tækniþróun. „Við erum með svo mikið af varakerfum að slys á borð við það sem varð í Japan gæti ekki gerst," segir Juoni Silvennoinen, yfirmaður byggingarframkvæmdanna. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira