Jamie Cullum spilar í Hörpunni í júní 26. febrúar 2011 12:45 Breski tónlistarmaðurinn Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Hörpunni 23. júní næstkomandi. Cullum verður þar með fyrsta erlenda poppstjarnan sem kemur fram í tónlistarhúsinu við höfnina. Jamie Cullum hefur um nokkurt skeið verið með vinsælustu tónlistarmönnum Breta. Hann er í grunninn djasstónlistarmaður en hefur tekist að brúa bilið á milli djassins og popptónlistar. Þannig hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury og unnið með tónlistarmönnum á borð við Kylie Minogue og Burt Bacharach. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmynd Clints Eastwood, Gran Torino. Jamie Cullum er kvæntur fyrrum fyrirsætunni Sophie Dahl og eiga þau von á fyrsta barni sínu í vor. Það er Þorsteinn Stephensen sem stendur að tónleikum Cullums undir merkjum Hr. Örlygs. „Með tilkomu Hörpunnar komumst við á nýtt plan. Þarna er komið tækifæri til að halda nýja tegund af tónleikum; sitjandi tónleikum með gæðalistamönnum. Þessir tónleikar eru fyrsta skrefið í því," segir Þorsteinn sem hefur verið búsettur á Spáni síðustu átta árin. Hann hefur lítið látið fyrir sér fara síðan hann hætti skipulagningu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fyrir rúmu ári. „Það hefur verið rólegt yfir tónleikahaldi og verður það kannski áfram. En það hlýtur að fara að lifna yfir landanum," segir Þorsteinn sem útilokar ekki að fleiri tónlistarmenn spili á Íslandi á hans vegum á árinu. Miðasala á tónleikana hefst 10. mars næstkomandi.-hdm Hér fyrir ofan má sjá myndband Jamie Cullum við lagið I'm All Over It. Golden Globes Lífið Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Hörpunni 23. júní næstkomandi. Cullum verður þar með fyrsta erlenda poppstjarnan sem kemur fram í tónlistarhúsinu við höfnina. Jamie Cullum hefur um nokkurt skeið verið með vinsælustu tónlistarmönnum Breta. Hann er í grunninn djasstónlistarmaður en hefur tekist að brúa bilið á milli djassins og popptónlistar. Þannig hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury og unnið með tónlistarmönnum á borð við Kylie Minogue og Burt Bacharach. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmynd Clints Eastwood, Gran Torino. Jamie Cullum er kvæntur fyrrum fyrirsætunni Sophie Dahl og eiga þau von á fyrsta barni sínu í vor. Það er Þorsteinn Stephensen sem stendur að tónleikum Cullums undir merkjum Hr. Örlygs. „Með tilkomu Hörpunnar komumst við á nýtt plan. Þarna er komið tækifæri til að halda nýja tegund af tónleikum; sitjandi tónleikum með gæðalistamönnum. Þessir tónleikar eru fyrsta skrefið í því," segir Þorsteinn sem hefur verið búsettur á Spáni síðustu átta árin. Hann hefur lítið látið fyrir sér fara síðan hann hætti skipulagningu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fyrir rúmu ári. „Það hefur verið rólegt yfir tónleikahaldi og verður það kannski áfram. En það hlýtur að fara að lifna yfir landanum," segir Þorsteinn sem útilokar ekki að fleiri tónlistarmenn spili á Íslandi á hans vegum á árinu. Miðasala á tónleikana hefst 10. mars næstkomandi.-hdm Hér fyrir ofan má sjá myndband Jamie Cullum við lagið I'm All Over It.
Golden Globes Lífið Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira