Djokovic og Federer mætast í undanúrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2011 14:15 Federer og Wawrinka takast í hendur eftir leikinn í morgun. Nordic Photos / AFP Opna ástralska meistaramótið í tennis er nú í fullum gangi en þeir Roger Federer og Novak Djokovic tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla. Federer mætti í morgun landa sínum, Stanislas Warinka frá Sviss, í fjórðungsúrslitum og vann nokkuð auðveldan sigur, 6-1, 6-3 og 6-3. Wawrinka var reyndar svo óánægður með eigin frammistöðu að hann grýtti spaðanum sínum í jörðina í miðri viðureigninni og eyðilagði hann. Djokovic mætti Tékkanum Tomas Bedrych og vann sömuleiðis í þremur settum, 6-1, 7-6 og 6-1. Síðari tvær viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum fara fram á morgun en þá mætast annars vegar Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu og Skotinn Andy Murray og hins vegar Spánverjarnir Rafael Nadal og David Ferrer. Nadal er í efsta sæti heimslistans, Federer í því öðru, Djokovic þriðja og Murray fimmta. Robin Söderling er í fjórða sæti en hann féll úr leik í 16-manna úrslitum fyrir Dolgapalov - sá er í 46. sæti. Wozniacki komin í undanúrslit Fjórðungsúrslit í einliðaleik kvenna hófust einnig í dag. Caroline Wozniacki frá Danmörku tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum með sigri á Francescu Schiavone frá Ítalíu, 3-6, 6-3 og 6-3. Hún mætir Li Na frá Kína en hún bar sigurorð af Andreu Petkovic frá Þýskalandi, 6-2 og 6-4. Wozniacki er í efsta sæti heimslistans en Rússinn Vera Zvonareva í öðru sæti. Sú síðarnefnda mætir Petru Kvitova frá Tékklandi í fjórðungsúrslitum á morgun. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegaranum úr leik Agnieszku Radwanska frá Póllandi og Kim Clijsters frá Belgíu í hinni undanúrslitaviðureigninni.Serena Williams tók ekki þátt í mótinu vegna meiðsla en systir hennar, Venus, féll úr leik í 32-manna úrslitum. Reyndar þurfti hún að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Opna ástralska meistaramótið í tennis er nú í fullum gangi en þeir Roger Federer og Novak Djokovic tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla. Federer mætti í morgun landa sínum, Stanislas Warinka frá Sviss, í fjórðungsúrslitum og vann nokkuð auðveldan sigur, 6-1, 6-3 og 6-3. Wawrinka var reyndar svo óánægður með eigin frammistöðu að hann grýtti spaðanum sínum í jörðina í miðri viðureigninni og eyðilagði hann. Djokovic mætti Tékkanum Tomas Bedrych og vann sömuleiðis í þremur settum, 6-1, 7-6 og 6-1. Síðari tvær viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum fara fram á morgun en þá mætast annars vegar Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu og Skotinn Andy Murray og hins vegar Spánverjarnir Rafael Nadal og David Ferrer. Nadal er í efsta sæti heimslistans, Federer í því öðru, Djokovic þriðja og Murray fimmta. Robin Söderling er í fjórða sæti en hann féll úr leik í 16-manna úrslitum fyrir Dolgapalov - sá er í 46. sæti. Wozniacki komin í undanúrslit Fjórðungsúrslit í einliðaleik kvenna hófust einnig í dag. Caroline Wozniacki frá Danmörku tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum með sigri á Francescu Schiavone frá Ítalíu, 3-6, 6-3 og 6-3. Hún mætir Li Na frá Kína en hún bar sigurorð af Andreu Petkovic frá Þýskalandi, 6-2 og 6-4. Wozniacki er í efsta sæti heimslistans en Rússinn Vera Zvonareva í öðru sæti. Sú síðarnefnda mætir Petru Kvitova frá Tékklandi í fjórðungsúrslitum á morgun. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegaranum úr leik Agnieszku Radwanska frá Póllandi og Kim Clijsters frá Belgíu í hinni undanúrslitaviðureigninni.Serena Williams tók ekki þátt í mótinu vegna meiðsla en systir hennar, Venus, féll úr leik í 32-manna úrslitum. Reyndar þurfti hún að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira