Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu 13. febrúar 2011 14:02 Ólafur Ragnar Grímsson. „Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs. Icesave Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs.
Icesave Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira