Æxlunartúrismi Davíð Þór Jónsson skrifar 5. febrúar 2011 06:00 Fyrirsögn þessa pistils er nýstárlegt orð í íslensku. Þetta er tilraun til að þýða enska hugtakið „reproductive tourism" á íslensku. Fyrirbærið hafði lítið verið rætt hérlendis þangað til nýlegir atburðir urðu til þess að setja það í brennidepil. Umræðan byggði þó einkum á tilfinningum sprottnum af ljósmynd af nýfæddu barni og því var meginniðurstaða hennar afar fyrirsjáanleg. Hver getur sagt nei við nýfætt barn? Að mínu mati er aftur á móti full ástæða til að velta hinni siðferðilegu hlið fyrir sér án þess að setja málið í samhengi tiltekinna einstaklinga. Æxlunartúrisma hefur verið líkt við kynlífsferðamennsku - við litlar vinsældir. Sú samlíking er þó ekki svo langsótt. Í báðum tilfellum selja fátækar konur afnot af líkama sínum til lengri eða skemmri tíma til að fullnægja löngunum betur stæðra Vesturlandabúa. Munurinn er annars vegar fólginn í löngunum kaupendanna - löngun í barn og löngun í kynnautn - hins vegar í siðferðilegu mati á þjónustunni. Það er álitið ljótt að sofa hjá fyrir pening en fallegt að fórna sér til að bæta og göfga líf annarra. En hér er ekki um eiginlega fórn að ræða heldur launaða vinnu. Þess vegna er víða gerður greinarmunur á velgjörðarstaðgöngumæðrun og staðgöngumæðrun gegn greiðslu. Hér er einnig gengið út frá því að kynnautn fegri ekki eða göfgi líf neins. Við ættum að horfast í augu við þá staðreynd að það heyrir ekki til mannréttinda að eignast börn. Mannréttindi verður að vera hægt að tryggja. Engin ríkisstjórn getur tryggt borgurunum barneignir. Læknavísindin leitast aftur á móti við að bæta líf fólks og því er eðlilegt að þau seilist inn á þetta svið. En er rétt að flokka aðgang að þessari heilbrigðisþjónustu undir mannréttindi á sama tíma og aðgengi alls þorra jarðarbúa að viðunandi heilsugæslu er eins bágborið og raun ber vitni? Mannréttindi eru nefnilega ekki teygjanlegt hugtak. Þau taka ekki mið af kringumstæðum hverju sinni. Mannréttindi Indverja og Íslendinga eru hin nákvæmlega sömu. Alltaf. Með aðildinni að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa Íslendingar skuldbundið sig til að hafa hagsmuni barna í fyrirrúmi. Það tel ég hafa verið gert í nýlegu dæmi. En það fríar okkur ekki þeirri ábyrgð að móta okkur heildstæða afstöðu til málsins. Hana verður að byggja á vitrænni siðfræði, ekki ljósmynd af nýfæddu barni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun
Fyrirsögn þessa pistils er nýstárlegt orð í íslensku. Þetta er tilraun til að þýða enska hugtakið „reproductive tourism" á íslensku. Fyrirbærið hafði lítið verið rætt hérlendis þangað til nýlegir atburðir urðu til þess að setja það í brennidepil. Umræðan byggði þó einkum á tilfinningum sprottnum af ljósmynd af nýfæddu barni og því var meginniðurstaða hennar afar fyrirsjáanleg. Hver getur sagt nei við nýfætt barn? Að mínu mati er aftur á móti full ástæða til að velta hinni siðferðilegu hlið fyrir sér án þess að setja málið í samhengi tiltekinna einstaklinga. Æxlunartúrisma hefur verið líkt við kynlífsferðamennsku - við litlar vinsældir. Sú samlíking er þó ekki svo langsótt. Í báðum tilfellum selja fátækar konur afnot af líkama sínum til lengri eða skemmri tíma til að fullnægja löngunum betur stæðra Vesturlandabúa. Munurinn er annars vegar fólginn í löngunum kaupendanna - löngun í barn og löngun í kynnautn - hins vegar í siðferðilegu mati á þjónustunni. Það er álitið ljótt að sofa hjá fyrir pening en fallegt að fórna sér til að bæta og göfga líf annarra. En hér er ekki um eiginlega fórn að ræða heldur launaða vinnu. Þess vegna er víða gerður greinarmunur á velgjörðarstaðgöngumæðrun og staðgöngumæðrun gegn greiðslu. Hér er einnig gengið út frá því að kynnautn fegri ekki eða göfgi líf neins. Við ættum að horfast í augu við þá staðreynd að það heyrir ekki til mannréttinda að eignast börn. Mannréttindi verður að vera hægt að tryggja. Engin ríkisstjórn getur tryggt borgurunum barneignir. Læknavísindin leitast aftur á móti við að bæta líf fólks og því er eðlilegt að þau seilist inn á þetta svið. En er rétt að flokka aðgang að þessari heilbrigðisþjónustu undir mannréttindi á sama tíma og aðgengi alls þorra jarðarbúa að viðunandi heilsugæslu er eins bágborið og raun ber vitni? Mannréttindi eru nefnilega ekki teygjanlegt hugtak. Þau taka ekki mið af kringumstæðum hverju sinni. Mannréttindi Indverja og Íslendinga eru hin nákvæmlega sömu. Alltaf. Með aðildinni að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa Íslendingar skuldbundið sig til að hafa hagsmuni barna í fyrirrúmi. Það tel ég hafa verið gert í nýlegu dæmi. En það fríar okkur ekki þeirri ábyrgð að móta okkur heildstæða afstöðu til málsins. Hana verður að byggja á vitrænni siðfræði, ekki ljósmynd af nýfæddu barni.