Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2011 09:45 Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Bongarts Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. Dagur er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin sem er í öðru sæti deildarinnar sem nú er í fríi vegna HM í Svíþjóð. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann sé í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið," bætti hann við en Guðmundur er einn þjálfari Rhein-Neckar Löwen, liðinu sem Ólafur spilar með í þýsku úrvalsdeildinni. „Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen." „Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Dagur segir að Alexander hafi þurft á fríi að halda í desember en að þá hafi hann verið kallaður í íslenska landsliðið. „Þá spilaði hann næstum tvo heila leiki með íslenska landsliðinu á meðan að Ólafur spilaði næstum ekkert - þrátt fyrir að hann væri leikfær. Nú er sama staðan komin upp aftur og ég fæ Alexander aftur meiddan heim."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddurSamkvæmt frétt handball-welt.de hefur Alexander spilað í sex klukkustundir og 26 mínútur á HM en Ólafur í þrjár klukkustundir og sautján mínútur.Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.Mynd/ValliDagur segir að hann hafi vel fylgst með HM í Svíþjóð. Sex leikmenn Füchse Berlin séu að spila þar en að hann hafi einnig fylgst sérstaklega vel með íslenska landsliðinu.„Ísland vann í riðlakeppninni alla sína fimm leiki. En það kostaði einnig mikla orku. Íslenska vörnin krefst mikils af leikmönnum og leikur liðsins fór út af sporinu. Það sá maður líka í leiknum gegn Spáni í milliriðlinum. Liðið var þá enn í sjokki," sagði Dagur en Ísland tapaði fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar, heldur óvænt.„Nú er komið að síðustu leikjunum í keppninni sem skipta í raun engu máli. Það er vissulega ekki slæmur árangur að verða í fimmta eða sjötta sæti á HM en nú er tækifæri til að deila álaginu á fleiri leikmenn." Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. Dagur er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin sem er í öðru sæti deildarinnar sem nú er í fríi vegna HM í Svíþjóð. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann sé í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið," bætti hann við en Guðmundur er einn þjálfari Rhein-Neckar Löwen, liðinu sem Ólafur spilar með í þýsku úrvalsdeildinni. „Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen." „Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Dagur segir að Alexander hafi þurft á fríi að halda í desember en að þá hafi hann verið kallaður í íslenska landsliðið. „Þá spilaði hann næstum tvo heila leiki með íslenska landsliðinu á meðan að Ólafur spilaði næstum ekkert - þrátt fyrir að hann væri leikfær. Nú er sama staðan komin upp aftur og ég fæ Alexander aftur meiddan heim."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddurSamkvæmt frétt handball-welt.de hefur Alexander spilað í sex klukkustundir og 26 mínútur á HM en Ólafur í þrjár klukkustundir og sautján mínútur.Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.Mynd/ValliDagur segir að hann hafi vel fylgst með HM í Svíþjóð. Sex leikmenn Füchse Berlin séu að spila þar en að hann hafi einnig fylgst sérstaklega vel með íslenska landsliðinu.„Ísland vann í riðlakeppninni alla sína fimm leiki. En það kostaði einnig mikla orku. Íslenska vörnin krefst mikils af leikmönnum og leikur liðsins fór út af sporinu. Það sá maður líka í leiknum gegn Spáni í milliriðlinum. Liðið var þá enn í sjokki," sagði Dagur en Ísland tapaði fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar, heldur óvænt.„Nú er komið að síðustu leikjunum í keppninni sem skipta í raun engu máli. Það er vissulega ekki slæmur árangur að verða í fimmta eða sjötta sæti á HM en nú er tækifæri til að deila álaginu á fleiri leikmenn."
Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34
Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15
Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn