FIA staðfesti að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá 2012 7. desember 2011 16:02 Fyrsta Formúlu 1 mótið á næsta ári verður í Melbourne í Ástralíu. Sebastian Vettel vann mótið í Melbourne á Red Bull á þessu keppnistímabili og kemur hér fyrstur í endamark í mótinu. MYND: Getty Images/ Robert Cianflone FIA, alþjóðabílasambandið staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá á næsta ári og verður væntanlega nýtt mótssvæði tekið í notkun í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að bygging brautarinnar i Bandaríkjunum fari í gang á ný, en hún hafði verið stöðvuð, eftir að samningar um mósthaldið lentu í hnút. Það mál virðist nú leyst samkvæmt fréttinni og mótið í Bandaríkjunum var staðfest á mótaskrá FIA í dag. Mót sem átti að vera í Barein í upphafi þessa keppnistímabils var fellt út vegna ástandsins sem var í landinu, en mót í Barein er á dagskrá FIA á ný á næsta ári. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 18. mars og viku síðar verður keppt í Malasíu. Fyrstu fjóra mánuði keppnistímabilsins fara tvö mót fram í mánuði, en þrjú mót verða í júlí. Ekki verður keppt í ágúst, en þrjú mót verða á mánuði í september, október og nóvember. Nýja mótssvæðið i Texas í Bandaríkjunum verður samkvæmt dagskrá FIA notað í keppni þann 18. nóvember, en lokamót ársins á að fara fram 25. nóvember í Brasilíu. Mótaskráin 2012 18. mars, Ástralía 25. mars, Malasía 15. apríl, Kína 22. apríl, Barein 13. maí, Spánn 27. maí, Mónakó 10. júní, Kanada 24. júní, Evrópa 8. júlí, Bretland 22. júlí, Þýskaland 29. júlí, Ungverjaland 2. september, Belgía 9. september, Ítalía 23. september, Singapúr 7. október, Japan 14. október, Suður Kórea 28. október, Indland 4. nóvember, Abú Dabí 18. nóvember, Bandaríkin 25. nóvember, Brasilía Formúla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
FIA, alþjóðabílasambandið staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá á næsta ári og verður væntanlega nýtt mótssvæði tekið í notkun í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að bygging brautarinnar i Bandaríkjunum fari í gang á ný, en hún hafði verið stöðvuð, eftir að samningar um mósthaldið lentu í hnút. Það mál virðist nú leyst samkvæmt fréttinni og mótið í Bandaríkjunum var staðfest á mótaskrá FIA í dag. Mót sem átti að vera í Barein í upphafi þessa keppnistímabils var fellt út vegna ástandsins sem var í landinu, en mót í Barein er á dagskrá FIA á ný á næsta ári. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 18. mars og viku síðar verður keppt í Malasíu. Fyrstu fjóra mánuði keppnistímabilsins fara tvö mót fram í mánuði, en þrjú mót verða í júlí. Ekki verður keppt í ágúst, en þrjú mót verða á mánuði í september, október og nóvember. Nýja mótssvæðið i Texas í Bandaríkjunum verður samkvæmt dagskrá FIA notað í keppni þann 18. nóvember, en lokamót ársins á að fara fram 25. nóvember í Brasilíu. Mótaskráin 2012 18. mars, Ástralía 25. mars, Malasía 15. apríl, Kína 22. apríl, Barein 13. maí, Spánn 27. maí, Mónakó 10. júní, Kanada 24. júní, Evrópa 8. júlí, Bretland 22. júlí, Þýskaland 29. júlí, Ungverjaland 2. september, Belgía 9. september, Ítalía 23. september, Singapúr 7. október, Japan 14. október, Suður Kórea 28. október, Indland 4. nóvember, Abú Dabí 18. nóvember, Bandaríkin 25. nóvember, Brasilía
Formúla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira