Vettel ánægður eftir hafa slegið met 26. nóvember 2011 21:48 Sebastian Vettel fagnar á tákrænan hátt í Brasilíu í dag eftir að hafa náð besta tíma í lokaumferð tímatöku í fimmtánda skipti á árinu. AP MYND: Getty Images/Clive Mason Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar. Árið 1992 setti Mansell met þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku, en þá voru 16 Formúlu 1 mót á dagskrá, en þau eru 19 í ár. Vettel jafnaði met Mansell í tímatökunni í Abú Dabí fyrir hálfum mánuði. Hann sló síðan metið í dag með því að ná besta tíma í lokaumferð tímatökunnar og verður því fremstur á ráslínu í fimmtánda skipti á árinu í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu á morgun. „Það er nokkuð sérstakt að slá metið. Mansell náði metinu í 3-4 færri mótum, en samt sem áður að þá hefur þetta verið ótrúlegt ár hjá okkur og ótrúlegt ferðalag og það er ekki búið. Það er annar kafli á morgun og ég er mjög ánægður", sagði Vettel á fréttamannafundinum eftir keppni. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Brasilíu á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag og verður hún í opinni dagskrá. Þátturinn Við endamarkið er síðan á dagskrá kl. 19.45, þar sem fjallað verður um mótið. Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar. Árið 1992 setti Mansell met þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku, en þá voru 16 Formúlu 1 mót á dagskrá, en þau eru 19 í ár. Vettel jafnaði met Mansell í tímatökunni í Abú Dabí fyrir hálfum mánuði. Hann sló síðan metið í dag með því að ná besta tíma í lokaumferð tímatökunnar og verður því fremstur á ráslínu í fimmtánda skipti á árinu í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu á morgun. „Það er nokkuð sérstakt að slá metið. Mansell náði metinu í 3-4 færri mótum, en samt sem áður að þá hefur þetta verið ótrúlegt ár hjá okkur og ótrúlegt ferðalag og það er ekki búið. Það er annar kafli á morgun og ég er mjög ánægður", sagði Vettel á fréttamannafundinum eftir keppni. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Brasilíu á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag og verður hún í opinni dagskrá. Þátturinn Við endamarkið er síðan á dagskrá kl. 19.45, þar sem fjallað verður um mótið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira