Alonso vill huga að næsta keppnistímabili sem fyrst 13. nóvember 2011 22:47 Fernando Alonso, Andy Latham, Lewis Hamilton og Jenson Button á verðlaunapallinum í Abú Dabí í dag. AP MYND: HASSAN AMMAR Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um akstur í tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton. „Í reyndi af kappi alla keppnina. Þetta var keppni í kapp við klukkuna. Ég ók tímatökuhring í hverjum hring til að reyna að minnka bilið", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso náði ekki að skáka Hamilton og kom rúmlega átta sekúndum á eftir honum í endamark. Alonso hefur unnið eitt mót á árinu og það var á Silverstone brautinni. Hann er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og á möguleika á því að ná öðru sætinu af Jenson Button, sem er tíu stigum ofar í stigatöflunni þegar eitt mót er eftir. Það er í Brasilíu eftir hálfan mánuð. „Satt að segja vill ég ljúka síðasta mótinu og hugsa um 2012 sem fyrst. Ekki það að ég vilji gleyma þessu ári, því árið hefur verið nokkuð gott hjá liðinu. Við höfum bætt okkur frá síðasta ári, en við náðum ekki að berjast um meistaratitilinn," sagði Alonso. Hann varð heimsmeistari ökumanna 2005 og 2006 með Renault og er með samning við Ferrari til lok ársins 2016. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa náði fimmta sæti í keppninni í dag og er með samning við Ferrari á næsta ári. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um akstur í tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton. „Í reyndi af kappi alla keppnina. Þetta var keppni í kapp við klukkuna. Ég ók tímatökuhring í hverjum hring til að reyna að minnka bilið", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso náði ekki að skáka Hamilton og kom rúmlega átta sekúndum á eftir honum í endamark. Alonso hefur unnið eitt mót á árinu og það var á Silverstone brautinni. Hann er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og á möguleika á því að ná öðru sætinu af Jenson Button, sem er tíu stigum ofar í stigatöflunni þegar eitt mót er eftir. Það er í Brasilíu eftir hálfan mánuð. „Satt að segja vill ég ljúka síðasta mótinu og hugsa um 2012 sem fyrst. Ekki það að ég vilji gleyma þessu ári, því árið hefur verið nokkuð gott hjá liðinu. Við höfum bætt okkur frá síðasta ári, en við náðum ekki að berjast um meistaratitilinn," sagði Alonso. Hann varð heimsmeistari ökumanna 2005 og 2006 með Renault og er með samning við Ferrari til lok ársins 2016. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa náði fimmta sæti í keppninni í dag og er með samning við Ferrari á næsta ári.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira