Williams staðfestir viðræður við Raikkönen 16. nóvember 2011 11:45 Kimi Raikkönen keppti í rallkeppni í Bretlandi um síðustu helgi á Citröen. MYND: GEPA PICTURES/McClein Frank Williams hefur staðfest ári í viðtali við MTV3 sjónvarpsstöðina í Finnlandi að lið hans sé í viðræðum við Finnann Kimi Raikkönen um að aka með liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Oscar Saari, sem er Formúlu 1 sérfræðingur stöðvarinnar ræddi við Williams um áhuga hans á Raikkönen og hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að liðið hefði mikinn áhuga á Raikkönen. Raikkönen hefur keppt í rallakstri síðustu tvö ár, en hann varð heimsmeistari með Ferrari í Formúlu 1 árið 2007. Williams liðið hefur gert samning við Renault um að útvega liðinu vélar á næsta ári, en Renault sér m.a. meistaraliði Red Bull fyrir vélum í ár. Williams og Renault unnu mörg mót og meistaratitla þegar fyrirtækin tvö unnu saman á síðustu öld. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum mikinn áhuga á Kimi. Það er verið að deila um peninga, sem er fullkomlega eðlilegt í viðskiptum. Þetta gæti heppnast, en það væri bjánalegt af mér að segja að við séum ekki að tala við Kimi. Við kunnum vel við að tala við Kimi," sagði Williams í spjallinu við Saari, sem spurði hann þá hvort það væri raunhæfur möguleiki á því að Raikkönen myndi keyra annan bíl liðsins á næsta ári. „Ég þarf að velja orð mín vel og segi bara að það sé mögulegt," svaraði þá Williams. Rubens Barrichello og Pastor Maldonado eru núverandi ökumenn Williams liðsins. Liðið hefur einnig leyft ungum finnskum ökumanni að spreyta sig á æfingum í Abú Dabí í gær og í dag þar sem liðið er að spá í ökumenn framtíðarinnar. Það er kappi sem heitir Valtteri Bottas og hann sagði þetta m.a. eftir æfinguna í gær: „Ég naut mín virkilega að keyra bílinn á alvöru braut í dag. Það tók mig ekki langan tíma að venjast bílnum, en það eru samt nýir hlutir að spá í fyrir mig. Það er miklu meira niðurtog og kraftur en í bílunum sem ég er vanur að keyra, en ég kunni vel við það og dagurinn gekk vel." Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Frank Williams hefur staðfest ári í viðtali við MTV3 sjónvarpsstöðina í Finnlandi að lið hans sé í viðræðum við Finnann Kimi Raikkönen um að aka með liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Oscar Saari, sem er Formúlu 1 sérfræðingur stöðvarinnar ræddi við Williams um áhuga hans á Raikkönen og hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að liðið hefði mikinn áhuga á Raikkönen. Raikkönen hefur keppt í rallakstri síðustu tvö ár, en hann varð heimsmeistari með Ferrari í Formúlu 1 árið 2007. Williams liðið hefur gert samning við Renault um að útvega liðinu vélar á næsta ári, en Renault sér m.a. meistaraliði Red Bull fyrir vélum í ár. Williams og Renault unnu mörg mót og meistaratitla þegar fyrirtækin tvö unnu saman á síðustu öld. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum mikinn áhuga á Kimi. Það er verið að deila um peninga, sem er fullkomlega eðlilegt í viðskiptum. Þetta gæti heppnast, en það væri bjánalegt af mér að segja að við séum ekki að tala við Kimi. Við kunnum vel við að tala við Kimi," sagði Williams í spjallinu við Saari, sem spurði hann þá hvort það væri raunhæfur möguleiki á því að Raikkönen myndi keyra annan bíl liðsins á næsta ári. „Ég þarf að velja orð mín vel og segi bara að það sé mögulegt," svaraði þá Williams. Rubens Barrichello og Pastor Maldonado eru núverandi ökumenn Williams liðsins. Liðið hefur einnig leyft ungum finnskum ökumanni að spreyta sig á æfingum í Abú Dabí í gær og í dag þar sem liðið er að spá í ökumenn framtíðarinnar. Það er kappi sem heitir Valtteri Bottas og hann sagði þetta m.a. eftir æfinguna í gær: „Ég naut mín virkilega að keyra bílinn á alvöru braut í dag. Það tók mig ekki langan tíma að venjast bílnum, en það eru samt nýir hlutir að spá í fyrir mig. Það er miklu meira niðurtog og kraftur en í bílunum sem ég er vanur að keyra, en ég kunni vel við það og dagurinn gekk vel."
Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira