Bottas vonast til að hafa sannað sig fyrir Williams 17. nóvember 2011 13:21 Vallteri Bottas er 22 ára gamall og frá Finnlandi. MYND: Alastair Staley/LAT Photographic/Williams F1 Valtteri Bottas frá Finnlandi ók Williams Formúlu 1 bíl á æfingum í Abú Dabí i gær og fyrradag, en Williams liðið er enn að skoða hvaða ökumaður verður hjá liðinu á næsta ári við hlið Pastor Maldonado. Bottas er einn af mörgum ungum ökumönnum sem hefur fengið að spreyta sig á æfingum Formúlu 1 liða í Abú Dabí. Samkvæmt frétt á autosport.com í dag er Williams að spá í ýmsa kosti hvað ökumann fyrir næsta ár varðar, auk Maldonado. Rubens Barrichello, Kimi Raikkönen, Adrian Sutil og Bottas virðast allir koma til greina. Frank Williams hefur m.a. staðfest að Williams liðið hefur átt viðræður við Raikkönen, landa Bottas um að keppa með liðinu á næsta ári. Bottas hefur m.a. keppt í Formúlu 3 og GP 3 mótaröðinni. Hann telur sig ekki þurfa meiri reynslu til að vera tilbúinn að ráða sig til Formúlu 1 liðs Williams, ef hann yrði fyrir valinu og sagði eftirfarandi um frammistöðu sína í Abú Dabí. „Ég átti mjög góða daga í Abú Dabí. Þeir virtust vera ánægðir og ég var ánægður. Við náðum að ljúka öllum prófunum sem voru áætlaðar. Það er gott fyrir næsta ár", sagði Bottas. Aðspurður hvort hann hefði sýnt Williams nægilega vel hvað hann væri fær um sagði Bottas: „Ég vona það. Ég vona að ég hafi sannað mig. Það eru engar fréttir ennþá. Það hefur engin ákvörðun verið tekin", sagði Bottas. Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Valtteri Bottas frá Finnlandi ók Williams Formúlu 1 bíl á æfingum í Abú Dabí i gær og fyrradag, en Williams liðið er enn að skoða hvaða ökumaður verður hjá liðinu á næsta ári við hlið Pastor Maldonado. Bottas er einn af mörgum ungum ökumönnum sem hefur fengið að spreyta sig á æfingum Formúlu 1 liða í Abú Dabí. Samkvæmt frétt á autosport.com í dag er Williams að spá í ýmsa kosti hvað ökumann fyrir næsta ár varðar, auk Maldonado. Rubens Barrichello, Kimi Raikkönen, Adrian Sutil og Bottas virðast allir koma til greina. Frank Williams hefur m.a. staðfest að Williams liðið hefur átt viðræður við Raikkönen, landa Bottas um að keppa með liðinu á næsta ári. Bottas hefur m.a. keppt í Formúlu 3 og GP 3 mótaröðinni. Hann telur sig ekki þurfa meiri reynslu til að vera tilbúinn að ráða sig til Formúlu 1 liðs Williams, ef hann yrði fyrir valinu og sagði eftirfarandi um frammistöðu sína í Abú Dabí. „Ég átti mjög góða daga í Abú Dabí. Þeir virtust vera ánægðir og ég var ánægður. Við náðum að ljúka öllum prófunum sem voru áætlaðar. Það er gott fyrir næsta ár", sagði Bottas. Aðspurður hvort hann hefði sýnt Williams nægilega vel hvað hann væri fær um sagði Bottas: „Ég vona það. Ég vona að ég hafi sannað mig. Það eru engar fréttir ennþá. Það hefur engin ákvörðun verið tekin", sagði Bottas.
Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira