Miðborgarstjóri vill hærri framlög til landamæraeftirlits 3. nóvember 2011 10:02 Jakob Frímann Magnússon Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00