Fjórir ökumenn eiga möguleika á öðru sætinu í stigamóti ökumanna 31. október 2011 20:00 Jenson Button, Adrian Newey, Sebastian Vettel og Fernando Alonso á verðlaunapallinum í Indlandi í gær. AP MYND: Luca Bruno Fjórir ökumenn eiga möguleika á að ná öðru sæti i stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þegar tveimur mótum er ólokið, en McLaren liðið tryggði sér annað sætið í stigamóti bílasmiða í gær, á eftir Red Bull, með árangri liðsins á Buddh brautinni í Indlandi. Jenson Button á McLaren varð í öðru sæti í indverska kappakstrinum á eftir Sebastian Vettel á Red Bull og Lewis Hamilton á Mclaren varð sjöundi, en árangur Button og Hamilton þýddi að McLaren fékk nægilega mörg stig til að tryggja liðinu annað sætið í stigamóti bílasmiða. Button er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Vettel, sem er þegar orðinn heimsmeistari eins og Red Bull liðið er orðið meistari bílsmiða. Button er efstur þeirra sem geta enn náð öðru sætinu, hann er með 240 stig, Fernando Alonso er með 227, Mark Webber og Lewis Hamilton 202. Button stendur því best að vígi fyrir lokamótin tvö, en keppt verður í Abu Dhabi 13. nóvember og Brasilíu 27. nóvember. Button veitti Vettel mesta keppni á Buddh brautinni í Indlandi í gær, en réð ekki við hraða meistarans. „Ég held að við höfum skilað hámarksárangri. Ég hafði yndi af upplifun helgarinnar. Það verða allir ökumenn spenntir að koma aftur hingað, af því þetta er undraverð braut, hröð og flæðandi," sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Indverska fólkið tók okkur opnum örmum og ég hef aldrei séð svona mikið af brosandi fólki. Áhorfendur voru dásamlegir. Ég vona að Formúla 1 vaxi í Indlandi í framtíðinni og við fáum enn fleiri áhorfendur á næsta ári." Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fjórir ökumenn eiga möguleika á að ná öðru sæti i stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þegar tveimur mótum er ólokið, en McLaren liðið tryggði sér annað sætið í stigamóti bílasmiða í gær, á eftir Red Bull, með árangri liðsins á Buddh brautinni í Indlandi. Jenson Button á McLaren varð í öðru sæti í indverska kappakstrinum á eftir Sebastian Vettel á Red Bull og Lewis Hamilton á Mclaren varð sjöundi, en árangur Button og Hamilton þýddi að McLaren fékk nægilega mörg stig til að tryggja liðinu annað sætið í stigamóti bílasmiða. Button er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Vettel, sem er þegar orðinn heimsmeistari eins og Red Bull liðið er orðið meistari bílsmiða. Button er efstur þeirra sem geta enn náð öðru sætinu, hann er með 240 stig, Fernando Alonso er með 227, Mark Webber og Lewis Hamilton 202. Button stendur því best að vígi fyrir lokamótin tvö, en keppt verður í Abu Dhabi 13. nóvember og Brasilíu 27. nóvember. Button veitti Vettel mesta keppni á Buddh brautinni í Indlandi í gær, en réð ekki við hraða meistarans. „Ég held að við höfum skilað hámarksárangri. Ég hafði yndi af upplifun helgarinnar. Það verða allir ökumenn spenntir að koma aftur hingað, af því þetta er undraverð braut, hröð og flæðandi," sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Indverska fólkið tók okkur opnum örmum og ég hef aldrei séð svona mikið af brosandi fólki. Áhorfendur voru dásamlegir. Ég vona að Formúla 1 vaxi í Indlandi í framtíðinni og við fáum enn fleiri áhorfendur á næsta ári."
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira