Pearce: Reynslan sem fæst í U-21 landsliðinu vanmetin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2011 06:00 Stuart Pearce á Laugardalsvellinum í gær. Mynd/Vilhelm „Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, lenti í ýmsum árekstrum í aðdraganda EM U-21 liða í Danmörku í sumar vegna leikmanna sem voru einnig valdir í A-landsliðið. Pearce hefur einnig mátt glíma við sama vandamál, rétt eins og líklega flestir þjálfarar U-21 liða heimsins. Vísir lagði þá spurning fyrir Pearce í gær hvort að það væri almennt vanmetið að spila með U-21 landsliðinu. Svarið var afdráttarlaust sem fyrr segir. Hann nefndi sem dæmi úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki í Danmörku í sumar. Bæði Ísland og England tóku þátt í henni en komust ekki áfram upp úr sínum riðlinum. Pearce segir að reynslan sé engu að síður mikilvæg. „Sem dæmi fórum við með leikmenn eins og Phil Jones, Chris Smalling, Danny Welbeck og Daniel Sturridge sem allir öðluðust dýrmæta reynslu í Danmörku. Það er reynsla sem á eftir að nýtast A-landsliðinu vel," sagði Pearce. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði að komast ekki áfram úr riðlinum en strákarnir lærðu allir mjög mikið af þessari reynslu." „Það er ekki nokkur spurning að það sama á við um íslensku leikmennina. Ef þessir leikmenn ætla að ná árangri í framtíðinni með sínum landsliðum verða þeir að skilja hvernig það er að spila á stórmótum í knattspyrnu. Þess vegna eru stórmótin í yngri aldursflokkunum svona mikilvæg." Hann segir að sjálfur hafi hann aldrei kynnst því að spila á stórmóti áður en hann fór með enska landsliðinu á HM 1990 á Ítalíu. „Ég er lærður rafvirki og gerðist ekki atvinnumaður í knattspyrnu fyrr en á seinni stigum en gengur og gerist," sagði Pearce en hann lék meira en 150 leiki með hverfisliði sínu, Wealdstone, í ensku utandeildinni þar til hann var 21 árs og samdi þá við Coventry, sem lék í efstu deild. Coventry bauð 30 þúsund pund í kappann sem þóttu himinhá upphæð fyrir áhugamann á þeim tíma. Pearce fór til Nottingham Forest árið 1985 og var þar í tólf ár en lék einnig með Newcastle, West Ham og Manchester City áður enn hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Pearce lék í enska landsliðinu í tólf ár en hann hafi ekki vitað hvað var í vændum fyrir HM 1990. „Ég hafði þá spilað alls 20 landsleiki á þriggja ára tímabili en það gat engan veginn undirbúið mig fyrir það sem var í vændum á HM í Ítalíu. Það er gríðarleg pressa sem fylgir því að spila leiki á stórmótum og það tók mig um fjóra leiki að róa taugarnar." „Ég vil ekki að mínir strákar þurfi að upplifa það sama og ég gerði þá. Ég vil að þeir viti hvernig það er að taka þátt í stórmóti, hvaða mikilvægi leikir í riðlinum hafa, hvernig álagið er í útslátarkeppninni og hvernig það er að bæði vinna og tapa vítaspyrnukeppni." „Fyrir mig var þetta mjög erfið tilhugsun á sínum tíma og ég vil að mínir strákar renni ekki jafn blint í sjóinn og ég gerði þá." Íslenski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
„Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, lenti í ýmsum árekstrum í aðdraganda EM U-21 liða í Danmörku í sumar vegna leikmanna sem voru einnig valdir í A-landsliðið. Pearce hefur einnig mátt glíma við sama vandamál, rétt eins og líklega flestir þjálfarar U-21 liða heimsins. Vísir lagði þá spurning fyrir Pearce í gær hvort að það væri almennt vanmetið að spila með U-21 landsliðinu. Svarið var afdráttarlaust sem fyrr segir. Hann nefndi sem dæmi úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki í Danmörku í sumar. Bæði Ísland og England tóku þátt í henni en komust ekki áfram upp úr sínum riðlinum. Pearce segir að reynslan sé engu að síður mikilvæg. „Sem dæmi fórum við með leikmenn eins og Phil Jones, Chris Smalling, Danny Welbeck og Daniel Sturridge sem allir öðluðust dýrmæta reynslu í Danmörku. Það er reynsla sem á eftir að nýtast A-landsliðinu vel," sagði Pearce. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði að komast ekki áfram úr riðlinum en strákarnir lærðu allir mjög mikið af þessari reynslu." „Það er ekki nokkur spurning að það sama á við um íslensku leikmennina. Ef þessir leikmenn ætla að ná árangri í framtíðinni með sínum landsliðum verða þeir að skilja hvernig það er að spila á stórmótum í knattspyrnu. Þess vegna eru stórmótin í yngri aldursflokkunum svona mikilvæg." Hann segir að sjálfur hafi hann aldrei kynnst því að spila á stórmóti áður en hann fór með enska landsliðinu á HM 1990 á Ítalíu. „Ég er lærður rafvirki og gerðist ekki atvinnumaður í knattspyrnu fyrr en á seinni stigum en gengur og gerist," sagði Pearce en hann lék meira en 150 leiki með hverfisliði sínu, Wealdstone, í ensku utandeildinni þar til hann var 21 árs og samdi þá við Coventry, sem lék í efstu deild. Coventry bauð 30 þúsund pund í kappann sem þóttu himinhá upphæð fyrir áhugamann á þeim tíma. Pearce fór til Nottingham Forest árið 1985 og var þar í tólf ár en lék einnig með Newcastle, West Ham og Manchester City áður enn hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Pearce lék í enska landsliðinu í tólf ár en hann hafi ekki vitað hvað var í vændum fyrir HM 1990. „Ég hafði þá spilað alls 20 landsleiki á þriggja ára tímabili en það gat engan veginn undirbúið mig fyrir það sem var í vændum á HM í Ítalíu. Það er gríðarleg pressa sem fylgir því að spila leiki á stórmótum og það tók mig um fjóra leiki að róa taugarnar." „Ég vil ekki að mínir strákar þurfi að upplifa það sama og ég gerði þá. Ég vil að þeir viti hvernig það er að taka þátt í stórmóti, hvaða mikilvægi leikir í riðlinum hafa, hvernig álagið er í útslátarkeppninni og hvernig það er að bæði vinna og tapa vítaspyrnukeppni." „Fyrir mig var þetta mjög erfið tilhugsun á sínum tíma og ég vil að mínir strákar renni ekki jafn blint í sjóinn og ég gerði þá."
Íslenski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira