Umfjöllun: Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn útaf borðinu Óskar Ófeigur Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 6. október 2011 10:43 Jóhann Laxdal í leik með U-21 liði Íslands í síðasta mánuði. Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira