Kofi Annan: Við getum öll lært af Íslendingum Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 6. október 2011 21:25 Kofi Annan er hér á landi í boði forseta Íslands. mynd/ anton brink. Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir öryggisráð SÞ bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á því að sjálfstætt ríki Palestínu verði stofnað. Annan kom til Íslands í dag í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands. Hann mun taka þátt í aldarafmælishátíð Háskólans sem haldin verður á morgun. Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti honum en þeir ræddu við blaðamenn á Bessastöðum á sjötta tímanum í dag. Þar barst talið að málefnum Palestínu sem sótti um að verða sjálfstætt ríki með sjálfsákvörðunarrétt fyrir SÞ í síðasta mánuði. Málið er nú til umfjöllunar á allsherjaþingi SÞ.Ábyrgð SÞ að stofna sjálfstætt ríki Palestínu Árið 1947 samþykktu SÞ ályktun allsherjarþings nr. 181 sem kveður á um stofnun ríkja gyðinga og araba í Palestínu. Ályktunin kom hins vegar aldrei að fullu til framkvæmda þar sem aðeins ríki gyðinga var stofnað í maí 1948. ,,Málefni Palestínu hafa verið til umfjöllunar í langan tíma og persónulega trúi ég því að Sameinuðu þjóðirnar, og þá sérstaklega öryggisráðið, beri nú sögulega, siðferðislega og lagalega ábyrgð á því að ljúka þeirri vinnu sem hófst árið 1948 og komi ályktun nr. 181 til framkvæmda að fullu," sagði Kofi Annan á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag. ,,Ég tel að þeir sem ræða þessi mál nú hjá SÞ ættu að hafa þetta hugfast. Málsaðilar þurfa á hjálp að halda, þeir hafa setið við samningaborðið í tuttugu ár en við höfum séð lítinn sem engan árangur. Alþjóðasamfélagið, SÞ og kvartettinn þurfa að vinna með þeim að því að leysa þetta mál til að tryggja að annað ríki verði stofnað. Það er ábyrgð sem þau þurfa að taka alvarlega," sagði Annan ennfremur sem telur að breyta þurfi skipan öryggisráðsins. ,,Ég hef alltaf haldið því fram að við þurfum að endurskipuleggja öryggisráðið í takt við raunveruleika nútímans. Ekki raunveruleika seinni heimstyrjaldarinnar. Við þurfum að stækka öryggisráðið til að tryggja lýðræði. Auka umboð þess og lögmæti. Ég tel að bæta þurfi ráðið og vona að í náinni framtíð muni aðildarríki þess gera það. Heimurinn er að breytast. Þær stofnanir sem við notum til að stjórna heiminum þurfa því jafnframt að breytast." Annan bendir jafnframt á að mörg stór lönd og landsvæði eigi ekki sæti í ráðinu. ,,Hvernig getur öryggisráðið í dag starfað án þess að Indland hafi þar sæti. Þar á suður-Ameríka ekki eitt einasta sæti. Evrópa á þrjú sæti. Hvernig má réttlæta það?"Háskólinn mikilvægur Annan er á Íslandi til að taka þátt í aldarafmælishátíð Háskóla Íslands. Hann segir hlutverk háskóla heimsins mikilvægt. Ísland sé gott dæmi um það. Ég tel háskóla hafa mikilvægu hlutverki að gegna í stóru samhengi. Þeir gegna stóru hlutverki við að hjálpa okkur að finna lausnir á vandræðum, málefnum og verkefnum hvers dags. Hvort sem það á við að gera ungt fólk reiðubúið til að taka þátt í samfélaginu, kanna og sporna gegn hlýnun jarðar eða finna lausnir á efnahagslegum erfiðleikum sem þjóðir standa frammi fyrir. Ég er viss um að ykkar hagfræði- og fjármálafræðimenn hafa komið með góðar tillögur um hvernir Íslendingar hafa tekist á við kreppuna sem þið fóruð í gegnum. Þið virðist vera vel á veg kominn og tókust á við hana á þann hátt sem við getum öll lært af," sagði Annan. Annan segist vera glaður að vera kominn aftur til Íslands. ,,Ég hugsa með hlýhug um fyrstu heimsókn mín til landsins. Ég gat því einfaldlega ekki neitað því að fagna aldarafmæli Háskóla Íslands með ykkur. Ég þurfti m.a.s. að breyta áætlunum mínum til að vera hér með ykkur. Ég var jafnframt meðvitaður um þær efnahagslegu þrengingar sem þið hafið gengið í gegnum og hvernig þið tókust á við þær. Þetta er auðvitað vandi sem margar þjóðir í evrópu, og um allan heim, glíma við í dag. Ég held að þið getið kennt þeim þjóðum, sem nú standa frammi fyrir slíkum vanda, margt."Smáþjóðir eins og Ísland eiga erindi í alþjóðasamstarf Annan segir það mikilvægt að smáþjóðir taki virkan þátt í samstarfi á alþjóðagrundvelli. Þær hafi oft margt til málana að leggja og eigi því fullt erindi í samtök eins og SÞ. ,,Ég hef alltaf haldið því fram, m.a.s. þegar ég var aðalritari, að enginn megi rugla saman stærð og styrk. Stærðin er mikilvæg en til eru margar smáþjóðir innan SÞ sem slá oft fastar frá sér en ætla má af stærð þeirra." Kofi Annan flytur á morgun upphafsræðuna á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í tilefni af hundrað ára afmæli skólans. Málþingið ber heitið „Áskoranir 21. aldarinnar" og hefst kl. 13:00 í Háskólabíói. Í fyrramálið heimsækir Kofi Annan í fylgd forseta Hellisheiðarvirkjun þar sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar munu kynna honum kosti jarðhitanýtingar fyrir þróunarlönd, einkum Afríku. Loftslagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir öryggisráð SÞ bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á því að sjálfstætt ríki Palestínu verði stofnað. Annan kom til Íslands í dag í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands. Hann mun taka þátt í aldarafmælishátíð Háskólans sem haldin verður á morgun. Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti honum en þeir ræddu við blaðamenn á Bessastöðum á sjötta tímanum í dag. Þar barst talið að málefnum Palestínu sem sótti um að verða sjálfstætt ríki með sjálfsákvörðunarrétt fyrir SÞ í síðasta mánuði. Málið er nú til umfjöllunar á allsherjaþingi SÞ.Ábyrgð SÞ að stofna sjálfstætt ríki Palestínu Árið 1947 samþykktu SÞ ályktun allsherjarþings nr. 181 sem kveður á um stofnun ríkja gyðinga og araba í Palestínu. Ályktunin kom hins vegar aldrei að fullu til framkvæmda þar sem aðeins ríki gyðinga var stofnað í maí 1948. ,,Málefni Palestínu hafa verið til umfjöllunar í langan tíma og persónulega trúi ég því að Sameinuðu þjóðirnar, og þá sérstaklega öryggisráðið, beri nú sögulega, siðferðislega og lagalega ábyrgð á því að ljúka þeirri vinnu sem hófst árið 1948 og komi ályktun nr. 181 til framkvæmda að fullu," sagði Kofi Annan á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag. ,,Ég tel að þeir sem ræða þessi mál nú hjá SÞ ættu að hafa þetta hugfast. Málsaðilar þurfa á hjálp að halda, þeir hafa setið við samningaborðið í tuttugu ár en við höfum séð lítinn sem engan árangur. Alþjóðasamfélagið, SÞ og kvartettinn þurfa að vinna með þeim að því að leysa þetta mál til að tryggja að annað ríki verði stofnað. Það er ábyrgð sem þau þurfa að taka alvarlega," sagði Annan ennfremur sem telur að breyta þurfi skipan öryggisráðsins. ,,Ég hef alltaf haldið því fram að við þurfum að endurskipuleggja öryggisráðið í takt við raunveruleika nútímans. Ekki raunveruleika seinni heimstyrjaldarinnar. Við þurfum að stækka öryggisráðið til að tryggja lýðræði. Auka umboð þess og lögmæti. Ég tel að bæta þurfi ráðið og vona að í náinni framtíð muni aðildarríki þess gera það. Heimurinn er að breytast. Þær stofnanir sem við notum til að stjórna heiminum þurfa því jafnframt að breytast." Annan bendir jafnframt á að mörg stór lönd og landsvæði eigi ekki sæti í ráðinu. ,,Hvernig getur öryggisráðið í dag starfað án þess að Indland hafi þar sæti. Þar á suður-Ameríka ekki eitt einasta sæti. Evrópa á þrjú sæti. Hvernig má réttlæta það?"Háskólinn mikilvægur Annan er á Íslandi til að taka þátt í aldarafmælishátíð Háskóla Íslands. Hann segir hlutverk háskóla heimsins mikilvægt. Ísland sé gott dæmi um það. Ég tel háskóla hafa mikilvægu hlutverki að gegna í stóru samhengi. Þeir gegna stóru hlutverki við að hjálpa okkur að finna lausnir á vandræðum, málefnum og verkefnum hvers dags. Hvort sem það á við að gera ungt fólk reiðubúið til að taka þátt í samfélaginu, kanna og sporna gegn hlýnun jarðar eða finna lausnir á efnahagslegum erfiðleikum sem þjóðir standa frammi fyrir. Ég er viss um að ykkar hagfræði- og fjármálafræðimenn hafa komið með góðar tillögur um hvernir Íslendingar hafa tekist á við kreppuna sem þið fóruð í gegnum. Þið virðist vera vel á veg kominn og tókust á við hana á þann hátt sem við getum öll lært af," sagði Annan. Annan segist vera glaður að vera kominn aftur til Íslands. ,,Ég hugsa með hlýhug um fyrstu heimsókn mín til landsins. Ég gat því einfaldlega ekki neitað því að fagna aldarafmæli Háskóla Íslands með ykkur. Ég þurfti m.a.s. að breyta áætlunum mínum til að vera hér með ykkur. Ég var jafnframt meðvitaður um þær efnahagslegu þrengingar sem þið hafið gengið í gegnum og hvernig þið tókust á við þær. Þetta er auðvitað vandi sem margar þjóðir í evrópu, og um allan heim, glíma við í dag. Ég held að þið getið kennt þeim þjóðum, sem nú standa frammi fyrir slíkum vanda, margt."Smáþjóðir eins og Ísland eiga erindi í alþjóðasamstarf Annan segir það mikilvægt að smáþjóðir taki virkan þátt í samstarfi á alþjóðagrundvelli. Þær hafi oft margt til málana að leggja og eigi því fullt erindi í samtök eins og SÞ. ,,Ég hef alltaf haldið því fram, m.a.s. þegar ég var aðalritari, að enginn megi rugla saman stærð og styrk. Stærðin er mikilvæg en til eru margar smáþjóðir innan SÞ sem slá oft fastar frá sér en ætla má af stærð þeirra." Kofi Annan flytur á morgun upphafsræðuna á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í tilefni af hundrað ára afmæli skólans. Málþingið ber heitið „Áskoranir 21. aldarinnar" og hefst kl. 13:00 í Háskólabíói. Í fyrramálið heimsækir Kofi Annan í fylgd forseta Hellisheiðarvirkjun þar sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar munu kynna honum kosti jarðhitanýtingar fyrir þróunarlönd, einkum Afríku.
Loftslagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira