Umfjöllun: Kennslustund í knattspyrnu á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 28. september 2011 15:31 Rakel Hönnudóttr. Mynd/Stefán Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira