Hvað myndu Guðjón Þórðarson og Bjarnólfur Lárusson gera við Tevez? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 22:30 Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira