Skýrt hlutverk Jón Gnarr skrifar 13. september 2011 10:41 Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, virðist hafa sérkennilegan skilning á hlutverki borgarstjóra og embætti borgarritara sem auglýst var nú um helgina. Mér finnst rétt að leiðrétta þennan misskilning. Hanna Birna heldur því fram í fréttum um helgina að borgarkerfið sé að þenjast út. Ekkert er jafn fjarri sannleikanum. Hún misskilur eitthvað þar. Veit hún ekki betur eða er hún kannski að misskilja viljandi? Er hún búin að gleyma því að árið 2007 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram eins tillögu um stofnun embættis borgarritara? Kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur ekki aukist eins og hún heldur líka fram í sama viðtali. Hann hefur þvert á móti lækkað umtalsvert eins og Hönnu Birnu á að vera vel kunnugt um. Þar hefur starfsfólki fækkað og rekstrarkostnaður lækkað. Ekkert er á reiki varðandi verkefni borgarstjóra. Ég mun áfram verða æðsti embættismaður borgarinnar og þeirra sviða sem Reykjavíkurborg rekur. Reyndar eru sviðin orðin færri núna. Menntasvið, leikskólasvið og frístundahluti ÍTR sameinuðust í nýtt skóla- og frístundasvið sem tók til starfa nú í vikunni. Skrifstofustjóri borgarstjóra hefur haft yfirumsjón með því verkefni og embætti borgarritara á einmitt að skoða og gera tillögur um hvernig hægt er að fara í enn frekari sameiningar skrifstofa og gera miðlæga stjórnsýslu borgarinnar einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari. Þetta á að vera stöðugt verkefni í rekstri borgarinnar. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra. Það er ekkert nýtt. Borgarstjóri hefur alltaf haft staðgengil. Slíkur staðgengill hefur heitið skrifstofustjóri borgarstjóra og hann hefur einnig verið kallaður borgarritari. Stundum hefur borgarlögmaður jafnvel verið staðgengill borgarstjóra. Þegar Hanna Birna var sjálf borgarstjóri og brá sér til útlanda var skrifstofustjóri borgarstjórnar jafnan staðgengill hennar. Staðgengill borgarstjóra leysir hann ekki af í vinnunni dags daglega eins og Hanna Birna heldur fram. Hér er um að ræða nauðsynlegan hlut í stjórnsýslu þar sem staðgengill verður að vera til staðar ef, í þessu tilviki borgarstjóri, er af einhverjum orsökum fjarverandi. Hlutverkin eru mjög skýr. Staða borgarritara er mjög spennandi, krefjandi og lifandi starf. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta sem telja sig hæfa til að gegna embættinu til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur rennur út 26. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, virðist hafa sérkennilegan skilning á hlutverki borgarstjóra og embætti borgarritara sem auglýst var nú um helgina. Mér finnst rétt að leiðrétta þennan misskilning. Hanna Birna heldur því fram í fréttum um helgina að borgarkerfið sé að þenjast út. Ekkert er jafn fjarri sannleikanum. Hún misskilur eitthvað þar. Veit hún ekki betur eða er hún kannski að misskilja viljandi? Er hún búin að gleyma því að árið 2007 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram eins tillögu um stofnun embættis borgarritara? Kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur ekki aukist eins og hún heldur líka fram í sama viðtali. Hann hefur þvert á móti lækkað umtalsvert eins og Hönnu Birnu á að vera vel kunnugt um. Þar hefur starfsfólki fækkað og rekstrarkostnaður lækkað. Ekkert er á reiki varðandi verkefni borgarstjóra. Ég mun áfram verða æðsti embættismaður borgarinnar og þeirra sviða sem Reykjavíkurborg rekur. Reyndar eru sviðin orðin færri núna. Menntasvið, leikskólasvið og frístundahluti ÍTR sameinuðust í nýtt skóla- og frístundasvið sem tók til starfa nú í vikunni. Skrifstofustjóri borgarstjóra hefur haft yfirumsjón með því verkefni og embætti borgarritara á einmitt að skoða og gera tillögur um hvernig hægt er að fara í enn frekari sameiningar skrifstofa og gera miðlæga stjórnsýslu borgarinnar einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari. Þetta á að vera stöðugt verkefni í rekstri borgarinnar. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra. Það er ekkert nýtt. Borgarstjóri hefur alltaf haft staðgengil. Slíkur staðgengill hefur heitið skrifstofustjóri borgarstjóra og hann hefur einnig verið kallaður borgarritari. Stundum hefur borgarlögmaður jafnvel verið staðgengill borgarstjóra. Þegar Hanna Birna var sjálf borgarstjóri og brá sér til útlanda var skrifstofustjóri borgarstjórnar jafnan staðgengill hennar. Staðgengill borgarstjóra leysir hann ekki af í vinnunni dags daglega eins og Hanna Birna heldur fram. Hér er um að ræða nauðsynlegan hlut í stjórnsýslu þar sem staðgengill verður að vera til staðar ef, í þessu tilviki borgarstjóri, er af einhverjum orsökum fjarverandi. Hlutverkin eru mjög skýr. Staða borgarritara er mjög spennandi, krefjandi og lifandi starf. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta sem telja sig hæfa til að gegna embættinu til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur rennur út 26. september næstkomandi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun