Glæsilegur sigur á einu sterkasta liði heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 17. september 2011 00:01 Mynd/Daníel Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2 Íslenski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2
Íslenski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira