Guðlaugur Victor: Sýndum það að við getum unnið hvaða lið sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2011 19:31 Guðlaugur Victor Pálsson í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhem Guðlaugur Victor Pálsson lék vel á miðju íslenska 21 árs liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Belgíu á Vodafonevellinum í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013. „Þetta var hörkusigur hjá okkur en þetta var alls ekki létt. Við börðumst eins og ljón og þetta datt fyrir okkur í lokin," sagði Guðlaugur Victor Pálsson kátur eftir leik. „Þeir voru miklu betri á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik en eftir að Björn Bergmann fékk þetta færi eftir fimmtán mínútur þá komum við okkur aftur inn í leikinn. Það sýndi það að við höfum mikla trú á okkar liði," sagði Guðlaugur Victor en Björn Bergmann Sigurðarson skoraði bæði mörk íslenska liðsins þar á meðal sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Við vitum hvað Björn Bergmann getur, hann er frábær "slúttari" og frábær sóknarmaður. Hann á hrós skilið fyrir þessi tvö mörk og hann var alveg frábær í dag eins og allt liðið," sagði Guðlaugur Victor. „Við erum mjög óánægðir með markið sem við fengum á okkur en við gerðum þá smá mistök í vörninni. Við rifum okkur bara upp úr því að náðum að setja annað mark," sagði Guðlaugur Victor en íslenska liðið er í riðli með Belgíu, Englandi, Aserbaídsjan og Noregi. „Við eigum Noreg í næsta leik í næstu viku og núna förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Það verður ekkert létt verkefni en við verðum að koma inn í þann leik með sama hugarfari og ná líka í þrjú stig þar," sagði Guðlaugur Victor en hann er einn af fáum leikmönnum liðsins sem tók í ævintýri 21 árs liðsins síðustu ár þar sem liðið komast alla leið í úrslitakeppni EM. „Það er ótrúlegur munur á þessum tveimur liðum en við sýndum það og sönnuðum í dag að við eigum alveg að geta gert sömu hluti og hitti liðið gerði. Það er okkar stefna að komast alla leið og við sýndum það í dag að við getum unnið hvaða lið sem er. Núna verðum við bara að standa saman fyrir næsta leik, ná þar líka í þrjú stig og byrja þessa undankeppni með stæl," sagði Guðlaugur Victor að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson lék vel á miðju íslenska 21 árs liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Belgíu á Vodafonevellinum í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013. „Þetta var hörkusigur hjá okkur en þetta var alls ekki létt. Við börðumst eins og ljón og þetta datt fyrir okkur í lokin," sagði Guðlaugur Victor Pálsson kátur eftir leik. „Þeir voru miklu betri á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik en eftir að Björn Bergmann fékk þetta færi eftir fimmtán mínútur þá komum við okkur aftur inn í leikinn. Það sýndi það að við höfum mikla trú á okkar liði," sagði Guðlaugur Victor en Björn Bergmann Sigurðarson skoraði bæði mörk íslenska liðsins þar á meðal sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Við vitum hvað Björn Bergmann getur, hann er frábær "slúttari" og frábær sóknarmaður. Hann á hrós skilið fyrir þessi tvö mörk og hann var alveg frábær í dag eins og allt liðið," sagði Guðlaugur Victor. „Við erum mjög óánægðir með markið sem við fengum á okkur en við gerðum þá smá mistök í vörninni. Við rifum okkur bara upp úr því að náðum að setja annað mark," sagði Guðlaugur Victor en íslenska liðið er í riðli með Belgíu, Englandi, Aserbaídsjan og Noregi. „Við eigum Noreg í næsta leik í næstu viku og núna förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Það verður ekkert létt verkefni en við verðum að koma inn í þann leik með sama hugarfari og ná líka í þrjú stig þar," sagði Guðlaugur Victor en hann er einn af fáum leikmönnum liðsins sem tók í ævintýri 21 árs liðsins síðustu ár þar sem liðið komast alla leið í úrslitakeppni EM. „Það er ótrúlegur munur á þessum tveimur liðum en við sýndum það og sönnuðum í dag að við eigum alveg að geta gert sömu hluti og hitti liðið gerði. Það er okkar stefna að komast alla leið og við sýndum það í dag að við getum unnið hvaða lið sem er. Núna verðum við bara að standa saman fyrir næsta leik, ná þar líka í þrjú stig og byrja þessa undankeppni með stæl," sagði Guðlaugur Victor að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira