Hamilton býst við spennu á Ítalíu 5. september 2011 13:53 Lewis Hamilton á McLaren í tímatökunni á Spa á dögunum. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. „Á síðasta ári vann ég á Spa, en komst ekki í endamark á Monza. Þetta árið mun ég leita eftir að snúa þessu við! Ég hlakka til að mæta til leiks á Ítalíu. Ég ók þar mikið þegar ég keppti í kart-kappakstri. Ég elska landið", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hann kvaðst ekki verið með hugann við það sem gerðist á Spa, heldur horfði fram veginn. Hamilton er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna og möguleiki hans á meistaratitlinum minnkaði talsvert þegar hann féll úr leik í síðustu keppni. „Ég tel að við mætum nokkuð bjartsýnir í mótið. Ég hef aldrei sigrað á Monza brautinni og það væri gaman að ná hagstæðum úrslitum í ár. Ég hlakka sérstaklega til tímatökunnar, af því ég held að stillanlegi afturvængurinn muni skipta miklu máli, hvað aksturstímann varðar. Ég vil hámarka getu bílsins í tímatökunni og vill vitanlega fylgja því eftir í keppninni." Notkun á stillanlegum afturvæng þýðir að ökumenn ná meiri hámarkshraða en ella og á Monza verður leyft að nota vænginn á tveimur stöðum í brautinni í kappakstrinum, en notkun er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég held að það verði spenna í tímatökunni. Við verðum 20 km hraðari en áður á fjórum stöðum í brautinni, þannig að tímarnir í tímatökunni verða hraðari en í keppninni. Það ætti að verða nokkuð spennandi. Ég held að við séum að fara horfa fram á aðra jafna keppni og ég hlakka til", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. „Á síðasta ári vann ég á Spa, en komst ekki í endamark á Monza. Þetta árið mun ég leita eftir að snúa þessu við! Ég hlakka til að mæta til leiks á Ítalíu. Ég ók þar mikið þegar ég keppti í kart-kappakstri. Ég elska landið", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hann kvaðst ekki verið með hugann við það sem gerðist á Spa, heldur horfði fram veginn. Hamilton er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna og möguleiki hans á meistaratitlinum minnkaði talsvert þegar hann féll úr leik í síðustu keppni. „Ég tel að við mætum nokkuð bjartsýnir í mótið. Ég hef aldrei sigrað á Monza brautinni og það væri gaman að ná hagstæðum úrslitum í ár. Ég hlakka sérstaklega til tímatökunnar, af því ég held að stillanlegi afturvængurinn muni skipta miklu máli, hvað aksturstímann varðar. Ég vil hámarka getu bílsins í tímatökunni og vill vitanlega fylgja því eftir í keppninni." Notkun á stillanlegum afturvæng þýðir að ökumenn ná meiri hámarkshraða en ella og á Monza verður leyft að nota vænginn á tveimur stöðum í brautinni í kappakstrinum, en notkun er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég held að það verði spenna í tímatökunni. Við verðum 20 km hraðari en áður á fjórum stöðum í brautinni, þannig að tímarnir í tímatökunni verða hraðari en í keppninni. Það ætti að verða nokkuð spennandi. Ég held að við séum að fara horfa fram á aðra jafna keppni og ég hlakka til", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira