Vettel í kjörstöðu fyrir titilslag í dag 28. ágúst 2011 10:02 Sebastian Vettel fagnar besta tíma í tímatökunni á Spa brautinni í gær. AP mynd: Frank Augstein Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum. Vettel er með 234 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull 149, Lewis Hamilton 146, en hann ekur með McLaren, Fernando Alonso hjá Ferrari 145 og Jenson Button hjá McLaren 134. Í stigamóti bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215 Hamilton er annar á ráslínu á eftir Vettel á Spa brautinni í dag, en Webber þriðji. Alonso náði aðeins áttunda besta tíma í tímatökunni og Jenson Button þrettánda besta tíma, eftir misskilning milli hans og keppnisliðsins í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta er eitt af þeim mótum þar sem allt getur gerst, frá upphafi til enda. Við sjáum hvað setur. Besta spáin er að horfa upp til lofts og sjá hvað er að gerast. En það eru líkur á að það verði þurrt. ", sagði Vettel á fréttamannfundi eftir tímatökuna í gær. Hann telur að Red Bull liðið hafi fundið góða uppsetningu fyrir þurra braut, en rignt hefur á öllum æfingum og í tímatökunni í gær, en oft er sagt að allra veðra sé von á Spa brautinni. Hamilton ætlar að veita keppinautum sínum harða keppni. „Hvað sem gerist, þú mun ég keppa af eins miklu kappi og ég get. Ég er mættur með traustan grunn í veganesti og tel að við séum með hraðann til að keppa við alla", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Í stigakeppni bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215. Samkvæmt veðurspá á autosport.com er möguleiki á regnskúrum í dag. Mótið á Spa brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30 og er mótið sýnt í opinni dagskrá. Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum. Vettel er með 234 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull 149, Lewis Hamilton 146, en hann ekur með McLaren, Fernando Alonso hjá Ferrari 145 og Jenson Button hjá McLaren 134. Í stigamóti bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215 Hamilton er annar á ráslínu á eftir Vettel á Spa brautinni í dag, en Webber þriðji. Alonso náði aðeins áttunda besta tíma í tímatökunni og Jenson Button þrettánda besta tíma, eftir misskilning milli hans og keppnisliðsins í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta er eitt af þeim mótum þar sem allt getur gerst, frá upphafi til enda. Við sjáum hvað setur. Besta spáin er að horfa upp til lofts og sjá hvað er að gerast. En það eru líkur á að það verði þurrt. ", sagði Vettel á fréttamannfundi eftir tímatökuna í gær. Hann telur að Red Bull liðið hafi fundið góða uppsetningu fyrir þurra braut, en rignt hefur á öllum æfingum og í tímatökunni í gær, en oft er sagt að allra veðra sé von á Spa brautinni. Hamilton ætlar að veita keppinautum sínum harða keppni. „Hvað sem gerist, þú mun ég keppa af eins miklu kappi og ég get. Ég er mættur með traustan grunn í veganesti og tel að við séum með hraðann til að keppa við alla", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Í stigakeppni bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215. Samkvæmt veðurspá á autosport.com er möguleiki á regnskúrum í dag. Mótið á Spa brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30 og er mótið sýnt í opinni dagskrá.
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira