Vettel sæll og glaður með sjöunda sigurinn 28. ágúst 2011 20:10 Liðsmenn Red Bull fagna tvöföldum sigri í dag. á Spa brautinni í Belgíu. AP mynd: Frank Augstein Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji. Formúla Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji.
Formúla Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira