Stórstjörnurnar úr leik í Kanada - Nadal og Wozniacki töpuðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 14:15 Nadal óskar Dodic til hamingju með sigurinn. Nordic Photos/AFP Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins. Erlendar Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins.
Erlendar Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira