Gullstelpurnar úr Gerplu á ferðinni út á landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2011 17:15 Mynd/Anton Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum. Gullstelpurnar fóru í fyrra á Höfn, Egilstaði, Akureyri, Stykkishólm og Grundarfjörð en nú ætla stelpurnar að fara á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Stykkishólm og Grundarfjörð. Fimleikahringurinn mun alls koma við á 6 stöðum, sýna og kenna fimleika. Allir krakkar eru hvattir til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og í framhaldi býðst þeim að njóta leiðsagnar Evrópumeistaranna í grunnæfingum fimleikanna. Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu lenti í þriðja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010 verður með í för í Fimleikahringnum. „Þetta var frábær ferð í fyrra og við erum viss um að hún hafði mikið um það að segja að okkur tókst að landa Evrópumeistaratitlinum. Það var aldrei vafi hjá okkur að við færum aftur í ár. Það er klárt mál að það leynast einhverjir Evrópumeistarar þarna úti og við ætlum að gera okkar í að finna þá. Hver veit nema að þeir eigi síðan eftir að stíga sín fyrstu spor á Unglingalandsmótinu." Í lok hvers námskeiðs verða krakkarnir leystir út með gjöfum frá Olís og Símanum. Fimleikahringurinn mun halda úti Facebook síðu undir nafninu Fimleikahringurinn. Síðan verður uppfærð daglega með myndum og myndböndum frá ferð hópsins. Það er Síminn sem sér um að halda Fimleikahringnum nettengdum á ferð sinni um landið.Eftirfarandi staðir verða heimsóttir á eftirfarandi tímum: Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18 Þriðjudaginn 19. júlí: Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18 Miðvikudaginn 20. júlí: Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18 Fimmtudaginn 21. júlí: Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15 Samstarfsaðilar um fimleikahringinn eru Olís og UMFÍ. Fimleikahringurinn er m.a. farinn til að vekja athygli á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár verður í fyrsta skipti keppt í fimleikum á Unglingalandsmóti. Fimleikar Innlendar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum. Gullstelpurnar fóru í fyrra á Höfn, Egilstaði, Akureyri, Stykkishólm og Grundarfjörð en nú ætla stelpurnar að fara á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Stykkishólm og Grundarfjörð. Fimleikahringurinn mun alls koma við á 6 stöðum, sýna og kenna fimleika. Allir krakkar eru hvattir til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og í framhaldi býðst þeim að njóta leiðsagnar Evrópumeistaranna í grunnæfingum fimleikanna. Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu lenti í þriðja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010 verður með í för í Fimleikahringnum. „Þetta var frábær ferð í fyrra og við erum viss um að hún hafði mikið um það að segja að okkur tókst að landa Evrópumeistaratitlinum. Það var aldrei vafi hjá okkur að við færum aftur í ár. Það er klárt mál að það leynast einhverjir Evrópumeistarar þarna úti og við ætlum að gera okkar í að finna þá. Hver veit nema að þeir eigi síðan eftir að stíga sín fyrstu spor á Unglingalandsmótinu." Í lok hvers námskeiðs verða krakkarnir leystir út með gjöfum frá Olís og Símanum. Fimleikahringurinn mun halda úti Facebook síðu undir nafninu Fimleikahringurinn. Síðan verður uppfærð daglega með myndum og myndböndum frá ferð hópsins. Það er Síminn sem sér um að halda Fimleikahringnum nettengdum á ferð sinni um landið.Eftirfarandi staðir verða heimsóttir á eftirfarandi tímum: Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18 Þriðjudaginn 19. júlí: Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18 Miðvikudaginn 20. júlí: Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18 Fimmtudaginn 21. júlí: Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15 Samstarfsaðilar um fimleikahringinn eru Olís og UMFÍ. Fimleikahringurinn er m.a. farinn til að vekja athygli á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár verður í fyrsta skipti keppt í fimleikum á Unglingalandsmóti.
Fimleikar Innlendar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira