Webber mun sækja til sigurs og segir karp um reglur leiðinlegt 9. júlí 2011 18:16 Sebastian Vetttel, Mark Webber og Fernando Alonso eftir tímatökuna á Silverstone í dag. AP mynd: Lefteris Pitarakis Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Forráðamenn keppnisliða hafa sumir hverjir verið að karpa sína á milli og við FIA um hvað og hvað má ekki gera varðandi útbúnað í vélarsal, en alþjóðasambandið vildi fyrir helgina loka fyrir að menn noti tölvustýringar vélanna á vissan hátt til að bæta loftflæði um loftdreifi aftan á bílunum. Nú hefur FIA boðist að falla frá breytingum í þessu máli eftir þessa mótshelgi, ef öll keppnislið eru sammála. Aðspurður um hvernig Webber þætti Red Bull hafa höndlað málið um helgina sagði Webber á fréttamannafundi: „Ég tel að liðið hafi gert þetta nokkuð vel. Við Seb(astian) höfum einbeitt okkur að akstrinum, annars verður þetta leiðinlegt. En þetta er ekkert nýtt fyrir liðið", sagði Webber og benti á að liðið hefði áður þurft að kljást við breytingar á bílum sínum á miðju keppnistímabili eins og nú er rauninn. „Vonandi geta allir komist að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er ótrúlega leiðinlegt fyrir áhorfendur. Ég efast um að þeir viti 0.1% um hvað málið snýst. Þetta er jafnvel snúið fyrir okkur, þannig að einbeitum okkur að kappakstrinum." „Málið er að hafa reglurnar einfaldar frá byrjun ársins og fylgja því. Hvað mig sjálfan varðar, þá er ég í toppformi. Ég hef undirbúið mig vel og er tilbúinn að sækja til sigurs", sagði Webber um mótið á morgun. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Forráðamenn keppnisliða hafa sumir hverjir verið að karpa sína á milli og við FIA um hvað og hvað má ekki gera varðandi útbúnað í vélarsal, en alþjóðasambandið vildi fyrir helgina loka fyrir að menn noti tölvustýringar vélanna á vissan hátt til að bæta loftflæði um loftdreifi aftan á bílunum. Nú hefur FIA boðist að falla frá breytingum í þessu máli eftir þessa mótshelgi, ef öll keppnislið eru sammála. Aðspurður um hvernig Webber þætti Red Bull hafa höndlað málið um helgina sagði Webber á fréttamannafundi: „Ég tel að liðið hafi gert þetta nokkuð vel. Við Seb(astian) höfum einbeitt okkur að akstrinum, annars verður þetta leiðinlegt. En þetta er ekkert nýtt fyrir liðið", sagði Webber og benti á að liðið hefði áður þurft að kljást við breytingar á bílum sínum á miðju keppnistímabili eins og nú er rauninn. „Vonandi geta allir komist að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er ótrúlega leiðinlegt fyrir áhorfendur. Ég efast um að þeir viti 0.1% um hvað málið snýst. Þetta er jafnvel snúið fyrir okkur, þannig að einbeitum okkur að kappakstrinum." „Málið er að hafa reglurnar einfaldar frá byrjun ársins og fylgja því. Hvað mig sjálfan varðar, þá er ég í toppformi. Ég hef undirbúið mig vel og er tilbúinn að sækja til sigurs", sagði Webber um mótið á morgun.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira