Vettel naut sín vel Í Valencia 26. júní 2011 18:13 Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Valencia í dag. AP mynd: Daniel Ochoa de Olza Sebastian Vettel vann sjötta sigur sinn í Formúlu 1 á árinu í Valencia á Spáni í dag á Red Bull keppnisbíl. Vettel var meira og minna í forystu í mótinu og er kominn með 77 stiga forskot á næsta ökumann í stigakeppni ökumanna. Vettel er með 186 stig, Mark Webber liðsfélagi hans 109, rétt eins og Jenson Button hjá McLaren. Lewis Hamilton hjá McLaren er með 97 og Fernando Alonso hjá Ferrari 87. Vettel vann öruggan sigur í dag og var aldrei ógnað verulega. „Séð utanfrá þá er ég ekki viss um að það hafi mikið virst vera gera í brautinni, en ég nýt þess svo vel þegar þetta er samspil mín og bílsins í hverjum hring. Vitanlega var pressa á mér, ekki síst í ljósi þess að keppnisáætlun mín og Mark og Fernando var ólík. Þeir fóru ýmist fyrr í hlé eða síðar", sagði Vettel eftir sigurinn í dag. „Ég var með forskot á þá fyrir fyrsta þjónustuhléið, en kom út nokkuð nálægt þeim, (en á undan) þannig að ég varð að keyra stíft, en einnig að meta dekkin og ímynda mér hvernig hlutinir myndu ganga. Maður er að reyna að sjá fyrir sér keppnisáætlunina, þannig að í hverjum hring er þetta á milli mín og bílsins. „Ég nýt þessarar brautar. Í fyrra gekk allt smurt og aftur núna. Liðið hefur unnið frábæra vinnu í undirbúningi bílsins. Þó við komum hér á hverju ári og búumst við því að þetta geti orðið snúið, þá mættum við og allt gekk snuðrulaust. Ég er auðvitað mjög ánægður með úrslitin", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel vann sjötta sigur sinn í Formúlu 1 á árinu í Valencia á Spáni í dag á Red Bull keppnisbíl. Vettel var meira og minna í forystu í mótinu og er kominn með 77 stiga forskot á næsta ökumann í stigakeppni ökumanna. Vettel er með 186 stig, Mark Webber liðsfélagi hans 109, rétt eins og Jenson Button hjá McLaren. Lewis Hamilton hjá McLaren er með 97 og Fernando Alonso hjá Ferrari 87. Vettel vann öruggan sigur í dag og var aldrei ógnað verulega. „Séð utanfrá þá er ég ekki viss um að það hafi mikið virst vera gera í brautinni, en ég nýt þess svo vel þegar þetta er samspil mín og bílsins í hverjum hring. Vitanlega var pressa á mér, ekki síst í ljósi þess að keppnisáætlun mín og Mark og Fernando var ólík. Þeir fóru ýmist fyrr í hlé eða síðar", sagði Vettel eftir sigurinn í dag. „Ég var með forskot á þá fyrir fyrsta þjónustuhléið, en kom út nokkuð nálægt þeim, (en á undan) þannig að ég varð að keyra stíft, en einnig að meta dekkin og ímynda mér hvernig hlutinir myndu ganga. Maður er að reyna að sjá fyrir sér keppnisáætlunina, þannig að í hverjum hring er þetta á milli mín og bílsins. „Ég nýt þessarar brautar. Í fyrra gekk allt smurt og aftur núna. Liðið hefur unnið frábæra vinnu í undirbúningi bílsins. Þó við komum hér á hverju ári og búumst við því að þetta geti orðið snúið, þá mættum við og allt gekk snuðrulaust. Ég er auðvitað mjög ánægður með úrslitin", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira