Óeirðir í Vancouver eftir sigur Bruins í Stanley Cup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 13:30 Boston Bruins sigraði Vancouver Canucks 4-0 í oddaleik um Stanley-bikarinn í íshokkí í Vancouver í nótt. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn heimaliðsins hafi tekið tapinu illa. Slagsmál brutust út á götum Vancouver og þurfti að kalla til óeirðarlögreglu sem beitti táragasi. Sigur Bruins kom nokkuð á óvart en Canucks þóttu sigurstranglegri fyrir úrslitaeinvígið. Leikurinn var sá sjöundi í afar spennandi úrslitaeinvígi þar sem hvort lið hafði unnið heimaleiki sína þrjá. Canucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni og hafði því heimaleikjaréttinn. Liðið mætti þó ofjörlum sínum í gær. Markvörður Bruins, Tim Thomas, átti stórleik. Hann varði öll 37 skot Kanada-liðsins og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn í 39 ár sem Bruins tekst að landa titlinum en félagið er eitt sex sem voru til við stofnun NHL-deildarinnar. Canucks töldu sig eiga góða möguleika að landa sínum fyrsta titli í sögunni. Vonbrigðin leyndu sér ekki meðal stuðningsmannanna sem bauluðu hástöfum við bikarafhendinguna í leikslok. Nokkrir stuðningsmenn Canucks gengu skrefinu lengra á götum Vancouver að leik loknum. Rúður voru brotnar, bílum velt og glerflöskum kastað í átt að lögreglumönnum. Kalla þurfti til óeirðarlögregluna sem beitti táragasi til þess að sundra mannfjöldanum. „Það var mjög niðurdrepandi að sjá ofbeldið í miðbæ Vancouver eftir leikinn. Vancouver er borg í heimsklassa og ofbeldið og óeirðirnar eru til skammar,“ sagði Gregor Robertson borgarstjóri Vancouver. Erlendar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sjá meira
Boston Bruins sigraði Vancouver Canucks 4-0 í oddaleik um Stanley-bikarinn í íshokkí í Vancouver í nótt. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn heimaliðsins hafi tekið tapinu illa. Slagsmál brutust út á götum Vancouver og þurfti að kalla til óeirðarlögreglu sem beitti táragasi. Sigur Bruins kom nokkuð á óvart en Canucks þóttu sigurstranglegri fyrir úrslitaeinvígið. Leikurinn var sá sjöundi í afar spennandi úrslitaeinvígi þar sem hvort lið hafði unnið heimaleiki sína þrjá. Canucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni og hafði því heimaleikjaréttinn. Liðið mætti þó ofjörlum sínum í gær. Markvörður Bruins, Tim Thomas, átti stórleik. Hann varði öll 37 skot Kanada-liðsins og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn í 39 ár sem Bruins tekst að landa titlinum en félagið er eitt sex sem voru til við stofnun NHL-deildarinnar. Canucks töldu sig eiga góða möguleika að landa sínum fyrsta titli í sögunni. Vonbrigðin leyndu sér ekki meðal stuðningsmannanna sem bauluðu hástöfum við bikarafhendinguna í leikslok. Nokkrir stuðningsmenn Canucks gengu skrefinu lengra á götum Vancouver að leik loknum. Rúður voru brotnar, bílum velt og glerflöskum kastað í átt að lögreglumönnum. Kalla þurfti til óeirðarlögregluna sem beitti táragasi til þess að sundra mannfjöldanum. „Það var mjög niðurdrepandi að sjá ofbeldið í miðbæ Vancouver eftir leikinn. Vancouver er borg í heimsklassa og ofbeldið og óeirðirnar eru til skammar,“ sagði Gregor Robertson borgarstjóri Vancouver.
Erlendar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum