Ágúst: Megum ekki missa okkur á algjört flug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2011 19:44 Ágúst fer yfir málin í leikhléi í dag. Mynd/Daníel Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember. Íslenski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira