Spennandi tímar framundan hjá Lotus að mati nýja tæknistjórans 16. maí 2011 14:40 Heikki Kovalainen hjá Lotus fagnar Lewis Hamilton og sigri í Kína. Spurningin er hvort Lotus nær að feta í fótspor McLaren með nýjum tæknistjóra. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Mark Smith hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá Lotus liðinu, sem keppir um næstu helgi á Spáni í fimmta Formúlu 1 móti ársins. Smith hefur m.a. unnið með Jordan, Renault, Red Bull og Force India og hefur verið í sigurliðum af þeim sökum. Ráðning hans er fengur fyrir liðið og ökumennina Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. „Ég er mjög spenntur fyrir viðfangsefningu og þeim tímum sem eru framundan með Lotus liðinu. Ég er heillaður af því sem ég hef séð í bækistöð liðins", sagði Smith í fréttatilkynningu hjá Lotus. Á ferlinum hefur Smith aldrei náð að fagna meistaratitli þeim liðum sem hann hefur starfað hjá. Hann telur að Lotus sé búið að leggja grunn að farsælli þátttöku í Formúlu 1, en liðið byrjaði í fyrra í Formúlu 1. Ökumenn liðsins keppa á Katalóníu brautinni fyrir utan Barcelona á Spánu um næstu helgi. „Ég hef varið miklum tíma á brautinni og hún er eins og annað heimili mitt og liðsins. Ég hlýt að hafa ekið þúsundir kílómetra og brautin er alltaf verðugt verkefni", sagði Trulli um næsta mót. „Það reynir mikið á yfirbygginguna og hún er mikilvægur hlekkur í því að ná góðum árangri. Ég kann best við beygju níu, sem er ein af þeim hraðari á árinu. Það skilar sér ef menn hafa sjálfstraustið í lagi og bíl með gott jafnvægi. Það er fátt um fína drætti hvað framúrkastur varðar, en við munum sjá hvort stillanlegur afturvængur sem er nú leyfður breytir gangi mála hvað það varðar. Kovalainen þekkir brautina í Katalóníu eins og handarbakið á sér. „Brautin er ein af þeim sem við þekkjum hvern einasta sentimetra á. Við æfum svo mikið á brautinni, þannig að oftast nær ræsa liðsfélagar af stað hlið við hlið á brautinni. Það er ekkert hægt að fela", sagði Kovalainen. „Ef þú ert fljótur þarna, þá getur þú verið það alls staðar og að sama skapi ef bíllinn virkar ekki þarna, þá getur þú lent í vandræðum á öðrum brautum. Formúla Íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Mark Smith hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá Lotus liðinu, sem keppir um næstu helgi á Spáni í fimmta Formúlu 1 móti ársins. Smith hefur m.a. unnið með Jordan, Renault, Red Bull og Force India og hefur verið í sigurliðum af þeim sökum. Ráðning hans er fengur fyrir liðið og ökumennina Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. „Ég er mjög spenntur fyrir viðfangsefningu og þeim tímum sem eru framundan með Lotus liðinu. Ég er heillaður af því sem ég hef séð í bækistöð liðins", sagði Smith í fréttatilkynningu hjá Lotus. Á ferlinum hefur Smith aldrei náð að fagna meistaratitli þeim liðum sem hann hefur starfað hjá. Hann telur að Lotus sé búið að leggja grunn að farsælli þátttöku í Formúlu 1, en liðið byrjaði í fyrra í Formúlu 1. Ökumenn liðsins keppa á Katalóníu brautinni fyrir utan Barcelona á Spánu um næstu helgi. „Ég hef varið miklum tíma á brautinni og hún er eins og annað heimili mitt og liðsins. Ég hlýt að hafa ekið þúsundir kílómetra og brautin er alltaf verðugt verkefni", sagði Trulli um næsta mót. „Það reynir mikið á yfirbygginguna og hún er mikilvægur hlekkur í því að ná góðum árangri. Ég kann best við beygju níu, sem er ein af þeim hraðari á árinu. Það skilar sér ef menn hafa sjálfstraustið í lagi og bíl með gott jafnvægi. Það er fátt um fína drætti hvað framúrkastur varðar, en við munum sjá hvort stillanlegur afturvængur sem er nú leyfður breytir gangi mála hvað það varðar. Kovalainen þekkir brautina í Katalóníu eins og handarbakið á sér. „Brautin er ein af þeim sem við þekkjum hvern einasta sentimetra á. Við æfum svo mikið á brautinni, þannig að oftast nær ræsa liðsfélagar af stað hlið við hlið á brautinni. Það er ekkert hægt að fela", sagði Kovalainen. „Ef þú ert fljótur þarna, þá getur þú verið það alls staðar og að sama skapi ef bíllinn virkar ekki þarna, þá getur þú lent í vandræðum á öðrum brautum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira