Hamilton mætir varfærinn til keppni 5. maí 2011 14:38 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Tyrklandi í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 í Tyrklandi um helgina, en hann vann síðustu keppni sem var í Kína, auk þess sem hann vann mótið í Tyrklandi í fyrra. Hamilton er í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigamóti ökumanna. „Það er hægt að mæta til leiks eftir síðustu keppni og vera spenntur og sjálfsöruggur fyrir mótð, en ég geri mér ekki miklar vonir. Ég vill ekki ég vænta of mikils, þannig að fallið sé ekki hátt", sagði Hamilton í frétt á autosport.com, en hann var meðal ökumanna á fréttamannafundi á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. „Ég vil frekar mæta varfærinn til keppni. Við erum kannski ekki með fljótasta bílinn þessa helgina, sem er vissulega möguleiki, en ef við erum fljótastir þá væri það frábært og við gerum okkar besta til að vinna." „Við unnum ekki síðustu keppni vegna þess að við vorum með fljótasta bílinn, heldur af því við ókum vel og vorum með bestu keppnisáætlunina. Vonandi minnkum við bilið og vonandi er endurbættur bíllinn nógu góður, en við sjáum það á morgun", sagði Hamilton, en fyrstu tvær æfingar helgarinnar eru á föstudag. Sýnt verður frá fyrstu æfingunum á Stöð 2 Sport kl. 21:00 annað kvöld. Hamilton varð spurður að því hvort hann hefur trú á því að aðeins McLaren og Red Bull keppi um sigur um helgina og svaraði því á eftirfarandi hátt: „Ég held ekki. Sérstaklega ekki eftir hléið sem hefur verið. Hinir gaurarnir virðast vera minnka bilið. Mercedes færist næst, Ferrari er skammt undan og það virðist ekki muna miklu að þeir bæti sig. Renault gengur vel og Petrov ekur frábærlega. Það verður mjótt á munum einhvern tímann, þannig að ég vona að við getum haldið áfram að eflast", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 í Tyrklandi um helgina, en hann vann síðustu keppni sem var í Kína, auk þess sem hann vann mótið í Tyrklandi í fyrra. Hamilton er í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigamóti ökumanna. „Það er hægt að mæta til leiks eftir síðustu keppni og vera spenntur og sjálfsöruggur fyrir mótð, en ég geri mér ekki miklar vonir. Ég vill ekki ég vænta of mikils, þannig að fallið sé ekki hátt", sagði Hamilton í frétt á autosport.com, en hann var meðal ökumanna á fréttamannafundi á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. „Ég vil frekar mæta varfærinn til keppni. Við erum kannski ekki með fljótasta bílinn þessa helgina, sem er vissulega möguleiki, en ef við erum fljótastir þá væri það frábært og við gerum okkar besta til að vinna." „Við unnum ekki síðustu keppni vegna þess að við vorum með fljótasta bílinn, heldur af því við ókum vel og vorum með bestu keppnisáætlunina. Vonandi minnkum við bilið og vonandi er endurbættur bíllinn nógu góður, en við sjáum það á morgun", sagði Hamilton, en fyrstu tvær æfingar helgarinnar eru á föstudag. Sýnt verður frá fyrstu æfingunum á Stöð 2 Sport kl. 21:00 annað kvöld. Hamilton varð spurður að því hvort hann hefur trú á því að aðeins McLaren og Red Bull keppi um sigur um helgina og svaraði því á eftirfarandi hátt: „Ég held ekki. Sérstaklega ekki eftir hléið sem hefur verið. Hinir gaurarnir virðast vera minnka bilið. Mercedes færist næst, Ferrari er skammt undan og það virðist ekki muna miklu að þeir bæti sig. Renault gengur vel og Petrov ekur frábærlega. Það verður mjótt á munum einhvern tímann, þannig að ég vona að við getum haldið áfram að eflast", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira