Whimarsh telur að framþróun McLaren geti fært liðinu titilinn 29. apríl 2011 16:23 Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren Formúlu 1 liðsins. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að framþróun McLaren á keppnisbíl þeirra Lewis Hamilton og Jenson Button geti fært liðinu meistaratitilinn í Formúlu 1. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína og McLaren keppir í Tyrklandi um aðra helgi. Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, en Hamilton er með 47. Í stigakeppni bílasmiða er Red Bull með 105 stig, en McLaren 85. „Að sigra í Kína var frábær uppskera fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið framkvæmd á mótssvæðum og í bækistöð McLaren til að gera MP-26 (McLaren) að sigurbíl. Við erum spenntir og hraðinn og þolgæðin sem ökumenn hafa sýnt í fyrstu þremur mótunum á fjarlægum slóðum er hvatning", sagði Martin Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren. McLaren liðið varð í fyrsta og öðru sæti í kappakstrinum í Tyrklandi í fyrra, en Lewis Hamilton kom fyrstur í endamark á undan Jenson Button. „Við þurfum að bæta okkur í tímatökum og auka keppnishraðann, ef við ætlum að halda áfram að ógna á toppnum. Það verða mörg lið með endurbætur fyrir tyrkneska kappaksturinn og enginn getur staðið í stað. Við munum skoða nokkrar endurbætur á föstudagsæfingunum." „Hraði í framþróun er það sem getur fært okkur meistaratitilinn og við mætum til Tyrklands, staðráðnir í að endurbæturnar færi okkur hagkvæmar lausnir og auka möguleika ökumanna okkar. Mótið í fyrra var eitt það mest spennandi í minningunni og sú minning verður án vafa hvatning fyrir allt liðið", sagði Whitmarsh um mótið í Tyrklandi um aðra helgi. Formúla Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að framþróun McLaren á keppnisbíl þeirra Lewis Hamilton og Jenson Button geti fært liðinu meistaratitilinn í Formúlu 1. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína og McLaren keppir í Tyrklandi um aðra helgi. Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, en Hamilton er með 47. Í stigakeppni bílasmiða er Red Bull með 105 stig, en McLaren 85. „Að sigra í Kína var frábær uppskera fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið framkvæmd á mótssvæðum og í bækistöð McLaren til að gera MP-26 (McLaren) að sigurbíl. Við erum spenntir og hraðinn og þolgæðin sem ökumenn hafa sýnt í fyrstu þremur mótunum á fjarlægum slóðum er hvatning", sagði Martin Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren. McLaren liðið varð í fyrsta og öðru sæti í kappakstrinum í Tyrklandi í fyrra, en Lewis Hamilton kom fyrstur í endamark á undan Jenson Button. „Við þurfum að bæta okkur í tímatökum og auka keppnishraðann, ef við ætlum að halda áfram að ógna á toppnum. Það verða mörg lið með endurbætur fyrir tyrkneska kappaksturinn og enginn getur staðið í stað. Við munum skoða nokkrar endurbætur á föstudagsæfingunum." „Hraði í framþróun er það sem getur fært okkur meistaratitilinn og við mætum til Tyrklands, staðráðnir í að endurbæturnar færi okkur hagkvæmar lausnir og auka möguleika ökumanna okkar. Mótið í fyrra var eitt það mest spennandi í minningunni og sú minning verður án vafa hvatning fyrir allt liðið", sagði Whitmarsh um mótið í Tyrklandi um aðra helgi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira