Vettel: Lánsamir að vera fremstir 14. apríl 2011 14:41 Vettel meðal kínverskra áhugamanna um Formúlu 1 í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel telur að mótshelgin í Sjanghæ í Kína verði erfið og veðrið geti haft áhrif á möguleika ökumanna. Vettel var á fréttamannafundi á Sjanghæ brautinni i dag, en hann er með 24 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir tvö fyrstu mótin. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í nótt og verður sýnd samantekt frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.00 annað kvöld, en þriðja æfing og tímataka er á aðfaranótt laugardags, en kappaksturinn á aðfaranótt sunnudags. Þessir viðburðir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Líklegt er að dekkjamál hafi áhrif á getu keppenda, auk veðursins sem Vettel minntist á að gæti verið áhrifavaldur. "Við munum finna út úr því á æfingum hvernig dekkin virka, en svipaðar aðstæður og í Malasíu gætu verið upp á teningnum. Þetta er annars konar braut og það er kaldara í veðri, minni raki, en dekkin verða mikilvægur þáttur", sagði Vettel í dag. Hann sagði einni að fjöldi þjónustuhléa myndi skipta máli á sunnudag, þegar keppni fer fram. Hann telur Ferrari, McLaren og Mercedes keppinauta Red Bull um helgina. "Það eru bara tvö mót búinn á árinu og við höfum verið lánsamir að vera fremstir. McLaren hafa verið með öflugan bíl. Ferrari menn voru fljótir á vetraræfingum og líka Mercedes, sérstaklega í lokin. Það eru bara tvö mót búinn og hlutirnir eru fljótir að breytast eins og við sáum í fyrra. "Sumar brautir henta okkar bíl betur en aðrar, ef að líkum lætur. Við sjáum hvað setur. Við einbeitum okkur að því sem við erum að gera og gerum okkar besta. Vonandi verðum við meðal þeirra fremstu á ný", sagði Vettel.Sjá brautarlýsingu og dagskrá útsendinga Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel telur að mótshelgin í Sjanghæ í Kína verði erfið og veðrið geti haft áhrif á möguleika ökumanna. Vettel var á fréttamannafundi á Sjanghæ brautinni i dag, en hann er með 24 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir tvö fyrstu mótin. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í nótt og verður sýnd samantekt frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.00 annað kvöld, en þriðja æfing og tímataka er á aðfaranótt laugardags, en kappaksturinn á aðfaranótt sunnudags. Þessir viðburðir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Líklegt er að dekkjamál hafi áhrif á getu keppenda, auk veðursins sem Vettel minntist á að gæti verið áhrifavaldur. "Við munum finna út úr því á æfingum hvernig dekkin virka, en svipaðar aðstæður og í Malasíu gætu verið upp á teningnum. Þetta er annars konar braut og það er kaldara í veðri, minni raki, en dekkin verða mikilvægur þáttur", sagði Vettel í dag. Hann sagði einni að fjöldi þjónustuhléa myndi skipta máli á sunnudag, þegar keppni fer fram. Hann telur Ferrari, McLaren og Mercedes keppinauta Red Bull um helgina. "Það eru bara tvö mót búinn á árinu og við höfum verið lánsamir að vera fremstir. McLaren hafa verið með öflugan bíl. Ferrari menn voru fljótir á vetraræfingum og líka Mercedes, sérstaklega í lokin. Það eru bara tvö mót búinn og hlutirnir eru fljótir að breytast eins og við sáum í fyrra. "Sumar brautir henta okkar bíl betur en aðrar, ef að líkum lætur. Við sjáum hvað setur. Við einbeitum okkur að því sem við erum að gera og gerum okkar besta. Vonandi verðum við meðal þeirra fremstu á ný", sagði Vettel.Sjá brautarlýsingu og dagskrá útsendinga
Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira