Afturkippur í jafnrétti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2011 06:00 Staðan er þessi: um 540 opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp, þar af voru 470 konur en 70 karlar, fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið stórlega lækkaðar, börn komast seinna inn á leikskóla og launamunur kynjanna hefur lítið minnkað. Svona er nú jafnvægið hér á Íslandi rúmum tveimur árum eftir efnahagshrunið. Eflaust má finna á þessu margar skýringar, en þær bæta ekki ástandið. Eftir situr að menn sofnuðu á verðinum. Sjónarmiðin um að jafnréttiskrafan ætti ekki rétt á sér í kreppu, urðu ofan á. Illu heilli. Mistök ráðamanna ættu að vera hverjum manni augljós. Stefna vinstri stjórnarinnar var kynjuð hagstjórn. Enginn vinnur meira gegn þeirri stefnu en stjórnin sjálf. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu er hrópandi og það litla sem gert er miðar allt að því að styrkja hinar svonefndu “karlastéttir” í stað þess að horfa til beggja kynja. Hugsunarleysi eða ekki, slæmt er það. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé almennt miklu hrifnari af skattahækkunum en niðurskurði, voru greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eitt það fyrsta sem tekið var af fólki og fjölskyldum – og það ekki bara einu sinni heldur í þrígang. Þar með var allt bit dregið úr einu helsta jafnréttistæki landsmanna þótt vissulega séu einhverjir sem gráti ekki það bitleysi. Við því mátti búast en undanlátssemi gagnvart slíkum draugum fortíðar er ekki í boði. Sannarlega mætti nefna fleiri sláandi dæmi þar sem ábyrgðin úr ranni hins opinbera er augljós. Við eigum alltaf að hafa jafnrétti í huga, heima hjá okkur, á vinnustaðnum og í daglegu lífi. Hvar sem er, hvenær sem er. Jafnréttismál eru samfélagsmál. Munum að mismununin, meðvituð sem ómeðvituð, hefst strax í æsku. Munum að mælingar á mismunun birtist víða hvort sem er í skóla, tómstundum eða vinnustöðum. Og hættum aldrei að tala um það. Sama hvað Icesave eða stjórnlagamál taka mikið pláss í umræðunni. En þótt ráðamenn sofni á verðinum og gleymi því að jafnrétti á ávallt að vera til staðar, en ekki bara í jafnri skiptingu ráðherrasæta á milli kynjanna, skulum við hin muna eftir þessu mikilvæga máli, alltaf og alls staðar. Nú þarf að standa vaktina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Staðan er þessi: um 540 opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp, þar af voru 470 konur en 70 karlar, fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið stórlega lækkaðar, börn komast seinna inn á leikskóla og launamunur kynjanna hefur lítið minnkað. Svona er nú jafnvægið hér á Íslandi rúmum tveimur árum eftir efnahagshrunið. Eflaust má finna á þessu margar skýringar, en þær bæta ekki ástandið. Eftir situr að menn sofnuðu á verðinum. Sjónarmiðin um að jafnréttiskrafan ætti ekki rétt á sér í kreppu, urðu ofan á. Illu heilli. Mistök ráðamanna ættu að vera hverjum manni augljós. Stefna vinstri stjórnarinnar var kynjuð hagstjórn. Enginn vinnur meira gegn þeirri stefnu en stjórnin sjálf. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu er hrópandi og það litla sem gert er miðar allt að því að styrkja hinar svonefndu “karlastéttir” í stað þess að horfa til beggja kynja. Hugsunarleysi eða ekki, slæmt er það. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé almennt miklu hrifnari af skattahækkunum en niðurskurði, voru greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eitt það fyrsta sem tekið var af fólki og fjölskyldum – og það ekki bara einu sinni heldur í þrígang. Þar með var allt bit dregið úr einu helsta jafnréttistæki landsmanna þótt vissulega séu einhverjir sem gráti ekki það bitleysi. Við því mátti búast en undanlátssemi gagnvart slíkum draugum fortíðar er ekki í boði. Sannarlega mætti nefna fleiri sláandi dæmi þar sem ábyrgðin úr ranni hins opinbera er augljós. Við eigum alltaf að hafa jafnrétti í huga, heima hjá okkur, á vinnustaðnum og í daglegu lífi. Hvar sem er, hvenær sem er. Jafnréttismál eru samfélagsmál. Munum að mismununin, meðvituð sem ómeðvituð, hefst strax í æsku. Munum að mælingar á mismunun birtist víða hvort sem er í skóla, tómstundum eða vinnustöðum. Og hættum aldrei að tala um það. Sama hvað Icesave eða stjórnlagamál taka mikið pláss í umræðunni. En þótt ráðamenn sofni á verðinum og gleymi því að jafnrétti á ávallt að vera til staðar, en ekki bara í jafnri skiptingu ráðherrasæta á milli kynjanna, skulum við hin muna eftir þessu mikilvæga máli, alltaf og alls staðar. Nú þarf að standa vaktina.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun