Vettel býst við 3-4 þjónustuhléum í Formúlu 1 mótum 2. mars 2011 16:11 Sebastian Vettel og Red Bull á æfingu í Barcelona, en keppnislið eiga eftir að æfa þar í nokkra daga í mars. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira