Um jafnrétti, kyn og völd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Guðbjartur Hannesson skrifar 8. mars 2011 06:00 Ég óska konum og körlum til hamingju með daginn, 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Baráttan fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla heldur áfram og enn eru mörg stór mál sem við þurfum að setja á oddinn. Staða Íslands á sviði jafnréttismála samkvæmt nýjustu úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins er vissulega ánægjuleg þar sem jafnrétti kynjanna er hvergi talið meira; Ísland í fyrsta sæti, Noregur í öðru sæti og Finnland í því þriðja. Okkur til framdráttar er staðan í menntamálum og heilbrigðismálum og styrkur kvenna á pólitískum vettvangi. Akkillesarhæll okkar er hins vegar vinnumarkaðurinn, einkum launamunur kynjanna og veik staða kvenna í stjórnum stofnana og fyrirtækja og sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja. Það er alvarlegt hve hægt miðar í þessum efnum því við þekkjum öll þann drifkraft sem fólginn er í efnahagslegum völdum og áhrif þeirra á mótun samfélagsins. Hinn 24. október síðastliðinn voru 35 ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður vinnu og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Tíðindin vöktu heimsathygli og jafnréttisbaráttan náði nýjum hæðum. Nú eru 50 ár frá því að Alþingi setti lög um jöfn laun karla og kvenna og var stefnt að því að markmiðum þeirra skyldi náð fyrir árið 1972. Síðan eru liðin 39 ár og samt er launamunur kynjanna enn umtalsverður. Þetta undirstrikuðu konur þegar þær lögðu niður störf 25. október síðastliðinn kl. 14.25 til marks um að vinnudegi þeirra væri þá lokið ef laun þeirra væru jöfn launum karla. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á launamun kynjanna sem ekki er unnt að skýra með öðrum breytum en beinni kynbundinni mismunun. Nýjustu rannsóknir sýna mun á bilinu 7,3-10,1%. Það er ótrúlegt að þetta hróplega misrétti viðgengst enn, við getum ekki sætt okkur við það og verðum að grípa til aðgerða sem duga. Áfram verður unnið að gerð jafnlaunastaðals og í tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum er lögð fram áætlun um aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun. Alþingi samþykkti í fyrra lög um kynjakvóta í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga sem kveða á um 40% hlut hvors kyns að lágmarki. Lögin taka gildi í september 2013. Árið 2009 voru konur 19% framkvæmdastjóra hjá íslenskum fyrirtækjum, 23% kvenna voru stjórnarformenn og 23% stjórnarmenn. Hér þarf að breyta hugarfari til að rétta hlut kvenna og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja þurfa að vinna hratt til að uppfylla lagaskyldu árið 2013. Velferðarráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafa ákveðið að ýta úr vör sameiginlegu átaki til að vinna að þessu máli og ég vonast eftir góðu samstarfi við Samtök atvinnulífsins með skjótan árangur að markmiði. Það er ástæðulaust að líta á lagaákvæði um kynjakvóta sem íþyngjandi. Vissulega er leitt að ekki skyldi nást árangur án lagasetningar en rannsóknir sýna að uppfylling markmiða þeirra mun skila stofnunum og fyrirtækjum margvíslegum ávinningi. Sýnt hefur verið fram á að rekstur fyrirtækja gengur betur þegar konur koma einnig að stjórnun þeirra. Norðmenn tóku upp kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja fyrir nokkrum árum og nú hefur sýnt sig að fyrirtæki hafa stórbætt ímynd sína í kjölfarið. Þeir sem gagnrýndu lögin í Noregi á sínum tíma viðurkenna nú að þau hafi verið til góðs. Það er því til mikils að vinna. Ég er einnig sannfærður um að með því að jafna hlut kynjanna í forystu stofnana og fyrirtækja muni hratt draga úr kynbundnum launamun, einfaldlega af því að æðstu stjórnendur ráða mestu um launastefnuna í sínum ranni. Eins og ég sagði í upphafi eru enn mörg mál sem berjast þarf fyrir til að ná markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þeim verða ekki gerð skil í stuttri grein en ég hvet fólk til að sækja fundi og ráðstefnur sem fram fara í dag í tilefni alþjóðlega baráttudagsins þar sem lærðir og leikir munu fjalla um stöðu jafnréttismála, brýnustu baráttumálin og verkefnin framundan. Kynbundin mismunun og kúgun, hvaða nafni sem hún nefnist, er grafalvarlegt mál sem kemur okkur öllum við. Það er ábyrgðarhluti að verða vitni að mismunun og aðhafast ekkert. Þetta á við um okkur öll. Það þýðir ekki að ætla öðrum að berjast gegn mannréttindabrotum og bíða eftir réttlátari heimi með hendur í vösum. Við þurfum öll að axla ábyrgð og leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir mannréttindum öllum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég óska konum og körlum til hamingju með daginn, 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Baráttan fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla heldur áfram og enn eru mörg stór mál sem við þurfum að setja á oddinn. Staða Íslands á sviði jafnréttismála samkvæmt nýjustu úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins er vissulega ánægjuleg þar sem jafnrétti kynjanna er hvergi talið meira; Ísland í fyrsta sæti, Noregur í öðru sæti og Finnland í því þriðja. Okkur til framdráttar er staðan í menntamálum og heilbrigðismálum og styrkur kvenna á pólitískum vettvangi. Akkillesarhæll okkar er hins vegar vinnumarkaðurinn, einkum launamunur kynjanna og veik staða kvenna í stjórnum stofnana og fyrirtækja og sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja. Það er alvarlegt hve hægt miðar í þessum efnum því við þekkjum öll þann drifkraft sem fólginn er í efnahagslegum völdum og áhrif þeirra á mótun samfélagsins. Hinn 24. október síðastliðinn voru 35 ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður vinnu og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Tíðindin vöktu heimsathygli og jafnréttisbaráttan náði nýjum hæðum. Nú eru 50 ár frá því að Alþingi setti lög um jöfn laun karla og kvenna og var stefnt að því að markmiðum þeirra skyldi náð fyrir árið 1972. Síðan eru liðin 39 ár og samt er launamunur kynjanna enn umtalsverður. Þetta undirstrikuðu konur þegar þær lögðu niður störf 25. október síðastliðinn kl. 14.25 til marks um að vinnudegi þeirra væri þá lokið ef laun þeirra væru jöfn launum karla. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á launamun kynjanna sem ekki er unnt að skýra með öðrum breytum en beinni kynbundinni mismunun. Nýjustu rannsóknir sýna mun á bilinu 7,3-10,1%. Það er ótrúlegt að þetta hróplega misrétti viðgengst enn, við getum ekki sætt okkur við það og verðum að grípa til aðgerða sem duga. Áfram verður unnið að gerð jafnlaunastaðals og í tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum er lögð fram áætlun um aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun. Alþingi samþykkti í fyrra lög um kynjakvóta í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga sem kveða á um 40% hlut hvors kyns að lágmarki. Lögin taka gildi í september 2013. Árið 2009 voru konur 19% framkvæmdastjóra hjá íslenskum fyrirtækjum, 23% kvenna voru stjórnarformenn og 23% stjórnarmenn. Hér þarf að breyta hugarfari til að rétta hlut kvenna og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja þurfa að vinna hratt til að uppfylla lagaskyldu árið 2013. Velferðarráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafa ákveðið að ýta úr vör sameiginlegu átaki til að vinna að þessu máli og ég vonast eftir góðu samstarfi við Samtök atvinnulífsins með skjótan árangur að markmiði. Það er ástæðulaust að líta á lagaákvæði um kynjakvóta sem íþyngjandi. Vissulega er leitt að ekki skyldi nást árangur án lagasetningar en rannsóknir sýna að uppfylling markmiða þeirra mun skila stofnunum og fyrirtækjum margvíslegum ávinningi. Sýnt hefur verið fram á að rekstur fyrirtækja gengur betur þegar konur koma einnig að stjórnun þeirra. Norðmenn tóku upp kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja fyrir nokkrum árum og nú hefur sýnt sig að fyrirtæki hafa stórbætt ímynd sína í kjölfarið. Þeir sem gagnrýndu lögin í Noregi á sínum tíma viðurkenna nú að þau hafi verið til góðs. Það er því til mikils að vinna. Ég er einnig sannfærður um að með því að jafna hlut kynjanna í forystu stofnana og fyrirtækja muni hratt draga úr kynbundnum launamun, einfaldlega af því að æðstu stjórnendur ráða mestu um launastefnuna í sínum ranni. Eins og ég sagði í upphafi eru enn mörg mál sem berjast þarf fyrir til að ná markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þeim verða ekki gerð skil í stuttri grein en ég hvet fólk til að sækja fundi og ráðstefnur sem fram fara í dag í tilefni alþjóðlega baráttudagsins þar sem lærðir og leikir munu fjalla um stöðu jafnréttismála, brýnustu baráttumálin og verkefnin framundan. Kynbundin mismunun og kúgun, hvaða nafni sem hún nefnist, er grafalvarlegt mál sem kemur okkur öllum við. Það er ábyrgðarhluti að verða vitni að mismunun og aðhafast ekkert. Þetta á við um okkur öll. Það þýðir ekki að ætla öðrum að berjast gegn mannréttindabrotum og bíða eftir réttlátari heimi með hendur í vösum. Við þurfum öll að axla ábyrgð og leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir mannréttindum öllum til handa.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun