Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. mars 2011 21:31 William Gallas bjargar hér á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið. Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira