500 milljarðar í viðbót ef allt fer á versta veg 22. febrúar 2011 12:10 Lárus Blöndal segir að ef Icesave samningarnir verði felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu fari málið fyrir EFTA dómstólinn. Mynd/Arnþór Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef allt fari á versta veg í dómsmáli vegna Icesave og ítrustu kröfum Breta og Hollendinga verði mætt, gætu 500 milljarðar til viðbótar lagst á íslenska ríkið. Samningaleiðin feli hins vegar í sér að kostnaður verði allt að 47 milljarðar króna. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef Icesave samningarnir verði felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu fari málið fyrir EFTA dómstólinn. Eftirlitsstofnun EFTA hafi þegar hafið það ferli með áminningu, en bíði átekta eftir því hvort samningar takist milli þjóðanna. Andstæðingar Icesavesamninganna segja að samningurinn geti kostað Íslendinga allt að 200 milljarða ef forsendur breytist. En samninganefnd Íslands telur kostnaðinn geta orðið allt að 47 milljarðar. Lárus segir að til þess þurfi forsendur að breytast mjög mikið, gengið að falla um 50 próent og eignir þrotabús Landsbankans að rýrna mjög mikið. Falli gengið um 50 prósent þýddi það að Ísland hefði lent í öðru hruni. Ekki sé líklegt að eignir bankans rýrni mjög mikið, þær gætu jafnvel vaxið og þá feli dómstólaleiðin í sér mikla áhættu ef Ísland tapar málinu. Lárus segir eignir þrotabúsins að öllu líkindum duga til að greiða allan höfuðstól Icesave skuldanna. Mikill árangur hafi náðst með vextina í nýja samningnum sem sé hagstæðari hvað þá varðar upp á um 171 milljarða. Hann telji víst að ef Íslendingar tapi dómsmáli vegna Icesave muni Bretar og Hollendingar aldrei sætta sig við lægri vexti en þeir eru að taka af lánum til Íra í frjálsum samningum upp á 5,8 prósent í tenglsum við aðstoð Evrópusambandsins við þá. Icesave Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef allt fari á versta veg í dómsmáli vegna Icesave og ítrustu kröfum Breta og Hollendinga verði mætt, gætu 500 milljarðar til viðbótar lagst á íslenska ríkið. Samningaleiðin feli hins vegar í sér að kostnaður verði allt að 47 milljarðar króna. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef Icesave samningarnir verði felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu fari málið fyrir EFTA dómstólinn. Eftirlitsstofnun EFTA hafi þegar hafið það ferli með áminningu, en bíði átekta eftir því hvort samningar takist milli þjóðanna. Andstæðingar Icesavesamninganna segja að samningurinn geti kostað Íslendinga allt að 200 milljarða ef forsendur breytist. En samninganefnd Íslands telur kostnaðinn geta orðið allt að 47 milljarðar. Lárus segir að til þess þurfi forsendur að breytast mjög mikið, gengið að falla um 50 próent og eignir þrotabús Landsbankans að rýrna mjög mikið. Falli gengið um 50 prósent þýddi það að Ísland hefði lent í öðru hruni. Ekki sé líklegt að eignir bankans rýrni mjög mikið, þær gætu jafnvel vaxið og þá feli dómstólaleiðin í sér mikla áhættu ef Ísland tapar málinu. Lárus segir eignir þrotabúsins að öllu líkindum duga til að greiða allan höfuðstól Icesave skuldanna. Mikill árangur hafi náðst með vextina í nýja samningnum sem sé hagstæðari hvað þá varðar upp á um 171 milljarða. Hann telji víst að ef Íslendingar tapi dómsmáli vegna Icesave muni Bretar og Hollendingar aldrei sætta sig við lægri vexti en þeir eru að taka af lánum til Íra í frjálsum samningum upp á 5,8 prósent í tenglsum við aðstoð Evrópusambandsins við þá.
Icesave Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira