Flækjur í Flóanum Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Hæstiréttur dæmdi ákvörðun mína um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðar Urriðafossvirkjun ógilda. Margir hafa haft uppi stór orð af því tilefni og hætt er við að mikilvæg lagarök og efnisatriði hafi fallið í skuggann af þeim fyrirgangi. Deilt var um heimild framkvæmdaaðila til að standa straum af kostnaði við gerð aðalskipulags. Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum. Þá hafði samgönguráðherra áður úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt. Þegar til þess kom hafði umboðsmaður Alþingis fjallað um málið. Í áliti umboðsmanns eru rakin þau sjónarmið sem hann taldi að samgönguráðuneytið þyrfti að skoða í þessu sambandi. Álitaefnið fólst einkum í því hvort sveitarstjórn gæti með samkomulagi fallist á að hagsmunaaðli, sem á mikla og beina hagsmuni undir niðurstöðu skipulagsferils, kostaði gerð skipulags. Horft var til markmiða skipulags- og byggingarlaga sem eiga að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.Pólitíkin og lögmætið Einhverjir hrukku við vegna þeirra svara minna í fréttum að ákvarðanir mínar væru líka pólitískar. Því vil ég minna á að hlutverk ráðherra er tvíþætt. Ráðherrar eru æðstu yfirmenn stjórnsýslu og bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum en líka pólitískir leiðtogar í sínum málaflokki og bera ábyrgð á því að framfylgja pólitískri stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Því hlutverki gegna þeir í pólitísku umboði Alþingis, stjórnmálahreyfinga og kjósenda. Að sjálfsögðu ber ráðherra að fara að lögum og rétti og þannig var það líka í þessu tilviki. Hins vegar er það svo og það vita dómarar allra manna best að þegar skera þarf úr ágreiningi liggur ein lagalega rétt niðurstaða sjaldnast ljós fyrir. Oft þarf að meta hvaða hagsmunir eigi að vega þyngst í þeim málum þar sem möguleiki er á tveimur eða fleiri túlkunum. Rétt er að hafa í huga að í okkar réttarkerfi er öllum heimilt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur fellur íslenska ríkinu í óhag. Þegar deilt er um túlkun laga er fullkomlega eðlilegt að mál sé borið undir bæði dómsstig til að stuðla að sátt um niðurstöðu. Þetta mál hefur rofið frið íbúa við Þjórsá um langan tíma og varðar þjóðina alla. Mikilvægt var að fá skorið úr lögmæti samkomulagsins sem um var deilt.Fordæmisgildi og spurningar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag um greiðslu fyrir aðalskipulag Flóahrepps stæðist lög. Hann telur aftur að í öðrum tilvikum kunni slíkt fyrirkomulag að vera ólöglegt, m.a. að það geti ógnað markmiðum laganna um réttaröryggi í meðferð skipulags. Eftir stendur að alltaf þarf að meta hvenær slíkt samkomulag hefur á áhrif á réttaröryggi og yrði talið ólögmætt. Dómurinn hefur því fordæmisgildi gagnvart nýjum lögum. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Má t.d. greiða fyrir sig og liðka fyrir framkvæmdum með íþróttamannvirki, vatnsveitu, símsendum, reiðstígum eða beinni greiðslu til sveitarstjórnarmanna fyrir fundarsetur? Ný skipulagslög fjalla um kostnað við skipulag en hvað um aðra samvinnu aðila? Þurfa orkufyrirtæki ef til vill að setja sér siðareglur um þessi efni?Valdmörk og hagsmunir Ég taldi varhugavert að túlka ákvæði laga á þann hátt að þar sem greiðslur framkvæmdaaðila væru ekki beinlínis bannaðar væru þær heimilar. Aðalskipulag er ígildi reglugerðar og það getur ógnað réttaröryggi og almannahagsmunum að hagsmunaaðili fái að greiða sérstaklega fyrir smíði skipulags eða reglugerðar sem getur haft veruleg og bein áhrif á hagsmuni sem lúta að starfsemi eða afkomu hans. Hæstiréttur er mér sammála um þetta. Fæstum þætti eðlilegt að Viðskiptaráð kostaði reglugerð um fjármálaviðskipti eða samtök útgerðarmanna reglugerð um stjórnun fiskveiða. Það var vegna almannahagsmuna sem ég taldi rétt að synja skipulaginu staðfestingar og láta þá á það reyna fyrir dómstólum, ef þess þyrfti með, hvernig ber að svara spurningunni um þátttöku hagsmunaaðila í gerð aðalskipulags. Fyrir því voru gild lagaleg rök, efnislegar ástæður og pólitísk sannfæring. Tuggan um tafir á atvinnuuppbyggingu vegna minna embættisverka verður eflaust lífseig en hún stenst enga skoðun. Ég minni bara á að raunverulegar tafir, þegar um þær er að ræða, geta verið fyllilega réttmætar. Þetta mál varðar ekki bara okkur sem nú lifum heldur líka náttúru landsins sem á sinn sjálfstæða tilverurétt og þá sem á eftir okkur koma, mann fram af manni, konur og karla um ókomnar aldir. Ekki síst þeirra vegna verðum að stíga varlega til jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi ákvörðun mína um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðar Urriðafossvirkjun ógilda. Margir hafa haft uppi stór orð af því tilefni og hætt er við að mikilvæg lagarök og efnisatriði hafi fallið í skuggann af þeim fyrirgangi. Deilt var um heimild framkvæmdaaðila til að standa straum af kostnaði við gerð aðalskipulags. Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum. Þá hafði samgönguráðherra áður úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt. Þegar til þess kom hafði umboðsmaður Alþingis fjallað um málið. Í áliti umboðsmanns eru rakin þau sjónarmið sem hann taldi að samgönguráðuneytið þyrfti að skoða í þessu sambandi. Álitaefnið fólst einkum í því hvort sveitarstjórn gæti með samkomulagi fallist á að hagsmunaaðli, sem á mikla og beina hagsmuni undir niðurstöðu skipulagsferils, kostaði gerð skipulags. Horft var til markmiða skipulags- og byggingarlaga sem eiga að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.Pólitíkin og lögmætið Einhverjir hrukku við vegna þeirra svara minna í fréttum að ákvarðanir mínar væru líka pólitískar. Því vil ég minna á að hlutverk ráðherra er tvíþætt. Ráðherrar eru æðstu yfirmenn stjórnsýslu og bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum en líka pólitískir leiðtogar í sínum málaflokki og bera ábyrgð á því að framfylgja pólitískri stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Því hlutverki gegna þeir í pólitísku umboði Alþingis, stjórnmálahreyfinga og kjósenda. Að sjálfsögðu ber ráðherra að fara að lögum og rétti og þannig var það líka í þessu tilviki. Hins vegar er það svo og það vita dómarar allra manna best að þegar skera þarf úr ágreiningi liggur ein lagalega rétt niðurstaða sjaldnast ljós fyrir. Oft þarf að meta hvaða hagsmunir eigi að vega þyngst í þeim málum þar sem möguleiki er á tveimur eða fleiri túlkunum. Rétt er að hafa í huga að í okkar réttarkerfi er öllum heimilt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur fellur íslenska ríkinu í óhag. Þegar deilt er um túlkun laga er fullkomlega eðlilegt að mál sé borið undir bæði dómsstig til að stuðla að sátt um niðurstöðu. Þetta mál hefur rofið frið íbúa við Þjórsá um langan tíma og varðar þjóðina alla. Mikilvægt var að fá skorið úr lögmæti samkomulagsins sem um var deilt.Fordæmisgildi og spurningar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag um greiðslu fyrir aðalskipulag Flóahrepps stæðist lög. Hann telur aftur að í öðrum tilvikum kunni slíkt fyrirkomulag að vera ólöglegt, m.a. að það geti ógnað markmiðum laganna um réttaröryggi í meðferð skipulags. Eftir stendur að alltaf þarf að meta hvenær slíkt samkomulag hefur á áhrif á réttaröryggi og yrði talið ólögmætt. Dómurinn hefur því fordæmisgildi gagnvart nýjum lögum. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Má t.d. greiða fyrir sig og liðka fyrir framkvæmdum með íþróttamannvirki, vatnsveitu, símsendum, reiðstígum eða beinni greiðslu til sveitarstjórnarmanna fyrir fundarsetur? Ný skipulagslög fjalla um kostnað við skipulag en hvað um aðra samvinnu aðila? Þurfa orkufyrirtæki ef til vill að setja sér siðareglur um þessi efni?Valdmörk og hagsmunir Ég taldi varhugavert að túlka ákvæði laga á þann hátt að þar sem greiðslur framkvæmdaaðila væru ekki beinlínis bannaðar væru þær heimilar. Aðalskipulag er ígildi reglugerðar og það getur ógnað réttaröryggi og almannahagsmunum að hagsmunaaðili fái að greiða sérstaklega fyrir smíði skipulags eða reglugerðar sem getur haft veruleg og bein áhrif á hagsmuni sem lúta að starfsemi eða afkomu hans. Hæstiréttur er mér sammála um þetta. Fæstum þætti eðlilegt að Viðskiptaráð kostaði reglugerð um fjármálaviðskipti eða samtök útgerðarmanna reglugerð um stjórnun fiskveiða. Það var vegna almannahagsmuna sem ég taldi rétt að synja skipulaginu staðfestingar og láta þá á það reyna fyrir dómstólum, ef þess þyrfti með, hvernig ber að svara spurningunni um þátttöku hagsmunaaðila í gerð aðalskipulags. Fyrir því voru gild lagaleg rök, efnislegar ástæður og pólitísk sannfæring. Tuggan um tafir á atvinnuuppbyggingu vegna minna embættisverka verður eflaust lífseig en hún stenst enga skoðun. Ég minni bara á að raunverulegar tafir, þegar um þær er að ræða, geta verið fyllilega réttmætar. Þetta mál varðar ekki bara okkur sem nú lifum heldur líka náttúru landsins sem á sinn sjálfstæða tilverurétt og þá sem á eftir okkur koma, mann fram af manni, konur og karla um ókomnar aldir. Ekki síst þeirra vegna verðum að stíga varlega til jarðar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun