Hildur: Gaman að spila á móti Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:00 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR. Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira