Ólafur: Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:30 Ólafur Ólafsson. Mynd/Daníel KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins