Afríka á engan þingmann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2011 08:06 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands næstu fjögur ár. Samkvæmt lögum ber að leggja fram slíka tillögu annað hvert ár. Í nýju tillögunni segir að nú skuli að því stefnt að framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækki úr 0,19% af vergum þjóðartekjum í ár í 0,23% árið 2014. Að áratug liðnum skuli framlag Íslands til þróunarmála svo ná 0,7% af þjóðartekjum. Það er markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir iðnríki Vesturlanda árið 1970. Íslenzk stjórnvöld hafa áður lofað að ná þessu marki. Það var fest í lög 1971 og ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar, með þeim árangri að 1985 nam þróunaraðstoð 0,05% af þjóðartekjum! Þá var ákveðið að gyrða sig í brók og ná markinu á sjö árum. Það bar þann árangur að koma þróunaraðstoð í 0,12% árið 1992, en svo lækkaði hlutfallið á ný og var 0,1% þjóðartekna árið 1997. Hæst varð hlutfall þróunaraðstoðar Íslands af þjóðartekjum árið 2008, eða 0,36%. Það kom þó ekki eingöngu til af góðu. Búið var að festa meirihluta útgjaldanna í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu, í krónum talið, upp á við. Eftir hrun hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar verið skorin einna duglegast niður á fjárlögum, enda hefur fátækt fólk í fjarlægum löndum takmarkaðan aðgang að íslenzkum alþingismönnum. Frá 2008 hefur fjárveiting ÞSSÍ þannig lækkað um rúman þriðjung og ef gengishrunið er tekið með í reikninginn hefur stofnunin úr helmingi minni fjármunum að spila en fyrir þremur árum. Enda hefur nú verið skellt í lás í þremur af sex ríkjum þar sem stofnunin hafði starfsemi. Umræða um þennan gríðarlega samdrátt hefur verið lítil, enda hafa Íslendingar einblínt á eigin vandamál eftir hrun. Sjaldan er talað um að þrátt fyrir kreppu erum við áfram í hópi þeirra þjóða, sem hafa það bezt. Okkar siðferðilega skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín er sú sama og áður. Raunar hefur Ísland líka, eins og önnur iðnríki, beina hagsmuni af því að leggja fé til þróunarsamvinnu. Með því að vinna gegn fátækt og fáfræði er jafnframt unnið gegn vandamálum á borð við flóttamannavanda og hryðjuverkavá. Þátttaka í þróunarsamvinnu er ein af leiðum Íslands til að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og öðlast áhrif á ákvarðanir, sem skipta hag landsins miklu. Það eru líka okkar hagsmunir að markaðir í þróunarríkjum eflist og við getum átt við þau viðskipti í ríkari mæli. Til lengri tíma eigum við að stefna að því að vera ekki eftirbátar annarra norrænna ríkja, sem hafa verið í fararbroddi í þróunarsamvinnu. Í þetta sinn mættu efndir fylgja fallegu orðunum, sem Alþingi mun vísast samþykkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands næstu fjögur ár. Samkvæmt lögum ber að leggja fram slíka tillögu annað hvert ár. Í nýju tillögunni segir að nú skuli að því stefnt að framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækki úr 0,19% af vergum þjóðartekjum í ár í 0,23% árið 2014. Að áratug liðnum skuli framlag Íslands til þróunarmála svo ná 0,7% af þjóðartekjum. Það er markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir iðnríki Vesturlanda árið 1970. Íslenzk stjórnvöld hafa áður lofað að ná þessu marki. Það var fest í lög 1971 og ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar, með þeim árangri að 1985 nam þróunaraðstoð 0,05% af þjóðartekjum! Þá var ákveðið að gyrða sig í brók og ná markinu á sjö árum. Það bar þann árangur að koma þróunaraðstoð í 0,12% árið 1992, en svo lækkaði hlutfallið á ný og var 0,1% þjóðartekna árið 1997. Hæst varð hlutfall þróunaraðstoðar Íslands af þjóðartekjum árið 2008, eða 0,36%. Það kom þó ekki eingöngu til af góðu. Búið var að festa meirihluta útgjaldanna í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu, í krónum talið, upp á við. Eftir hrun hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar verið skorin einna duglegast niður á fjárlögum, enda hefur fátækt fólk í fjarlægum löndum takmarkaðan aðgang að íslenzkum alþingismönnum. Frá 2008 hefur fjárveiting ÞSSÍ þannig lækkað um rúman þriðjung og ef gengishrunið er tekið með í reikninginn hefur stofnunin úr helmingi minni fjármunum að spila en fyrir þremur árum. Enda hefur nú verið skellt í lás í þremur af sex ríkjum þar sem stofnunin hafði starfsemi. Umræða um þennan gríðarlega samdrátt hefur verið lítil, enda hafa Íslendingar einblínt á eigin vandamál eftir hrun. Sjaldan er talað um að þrátt fyrir kreppu erum við áfram í hópi þeirra þjóða, sem hafa það bezt. Okkar siðferðilega skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín er sú sama og áður. Raunar hefur Ísland líka, eins og önnur iðnríki, beina hagsmuni af því að leggja fé til þróunarsamvinnu. Með því að vinna gegn fátækt og fáfræði er jafnframt unnið gegn vandamálum á borð við flóttamannavanda og hryðjuverkavá. Þátttaka í þróunarsamvinnu er ein af leiðum Íslands til að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og öðlast áhrif á ákvarðanir, sem skipta hag landsins miklu. Það eru líka okkar hagsmunir að markaðir í þróunarríkjum eflist og við getum átt við þau viðskipti í ríkari mæli. Til lengri tíma eigum við að stefna að því að vera ekki eftirbátar annarra norrænna ríkja, sem hafa verið í fararbroddi í þróunarsamvinnu. Í þetta sinn mættu efndir fylgja fallegu orðunum, sem Alþingi mun vísast samþykkja.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar