Hafa játað á sig 75 innbrot 16. mars 2011 06:00 Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira