Hamilton vill frekar stýra bíl en dansa 31. maí 2010 15:17 Nicole Scherzinger fagnar Lewis Hamilton eftir sigurinn í Tyrklandi í gær. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu. Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu.
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira