Hamilton vill frekar stýra bíl en dansa 31. maí 2010 15:17 Nicole Scherzinger fagnar Lewis Hamilton eftir sigurinn í Tyrklandi í gær. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira